fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Pressan
Laugardaginn 5. júlí 2025 18:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú ýtir á „enter“ og fáir síðan reikning upp á tvær milljónir! Það var nákvæmlega það sem gerðist þegar maður að nafni Tim notaði BigQuery-gagnagrunn Google.

Hann fékk reikning upp á 14.000 dollara en það svarar til um 1,8 milljóna íslenskra króna.

Tim hafði áhuga á HTTP Archive en það er stór opinber gagnagrunnur með sögulegum upplýsingum um Internetið. Þessi gagnagrunnur er geymdur hjá Google Cloud. Allir geta fengið aðgang að þessum gagnagrunni.

En það að allir geti fengið aðgang að honum þýðir ekki nauðsynlega að notkun hans eða vinnsla upplýsinga úr honum sé ókeypis. Þessu komst Tim að.

„Ég keyrði leit í HTTP-gagnagrunninum og skyndilega skuldaði ég 14.000 dollara. Google vildi ekki fella gjaldið niður,“ sagði hann að sögn Kode24.

Tim hafði samband við Google og upp úr því hófst umræða um hversu mikið eða lítið gagnsæi er hjá skýþjónustum (cloud).

Í kjölfarið gerði Google breytingar og nú eru notendur BigQuery varaðir við því að þeir þurfi hugsanlega að greiða fyrir að nota gagnagrunninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann