The Washington Post skýrir frá þessu og segja að fækkun starfsfólksins muni taka nokkur ár og að meðal þessara 1.200 starfa séu mörg hundruð þar sem núverandi starfsmenn hafi ákveðið að fara snemma á eftirlaun.
Þess utan verða mörg þúsund störf lögð niður hjá NSA sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið.
Þegar The Washington Post leitaði viðbragða hjá CIA vildi talsmaður stofnunarinnar ekki staðfesta fækkun starfa en sagði að forstjórinn muni tryggja að stofnunin geti sinnt öryggishlutverki sínu.
Ekki liggja fyrir opinberar tölur um hversu margir vinna hjá CIA en The Washington Post segir að talið sé að um 22.000 manns starfi hjá leyniþjónustunni.