Samkvæmt nýsamþykktum lögum verður vinnuvikan stytt úr 40 klukkustundum í 37,5 klukkustundir hjá um 12, 5 milljónum manna í einkageiranum.
Slík lög voru þegar í gildi fyrir opinbert starfsfólk og starfsfólk í ákveðnum geirum.
Atvinnumálaráðuneytið telur að þessi stytting vinnutímans muni hafa jákvæð áhrif, auka framleiðni og draga úr fjarvistum. Yolanda Díaz, atvinnumálaráðherra, sagði að með þessu sé atvinnumarkaðurinn nútímavæddur og fólki hjálpað við að verða aðeins hamingjusamara.
Þeir geirar sem lögin ná aðallega til eru smásölugeirinn, framleiðsluiðnaðurinn, veitinga- og gistiþjónusta og byggingariðnaðurinn.