The Independent skýrir frá málinu sem átti sér stað í borginni Indore í Madhya Pradesh ríki. Stúlkan var látin taka þátt í Jain Santhara, sem er forn og umdeild trúarathöfn sem felur í sér að fasta þar til viðkomandi andast eða læknast. Var þetta gert að ráðum trúarleiðtoga.
Barnaverndarnefnd ríkisins segist vera að fara yfir málið og muni fljótlega taka ákvörðun um hvort foreldrar stúlkunnar verði sóttir til saka sem og trúarleiðtoginn sem ráðlagði þeim að láta stúlkuna fasta.
Stúlkan lést seint í mars en málið komst ekki hámæli fyrr en eftir að „Golden Book of World Records“, sem er sagt vera „óháð heimsmeta yfirvald“ gaf út staðfestingu á að stúlkan væri „yngsta manneskjan til að taka þátt í Jain Santhara trúarathöfninni“.