fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Andlát ungs barns í tengslum við trúarlega föstu veldur mikilli reiði

Pressan
Þriðjudaginn 13. maí 2025 17:30

Frá Mumbai. Mynd/Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaverndaryfirvöld á Indlandi huga nú að lagalegum aðgerðum í kjölfar andláts þriggja ára stúlku. Hún var með ólæknanlegt heilaæxli og lést þegar hún var látin taka þátt í föstu í tengslum við trúarlega athöfn. Málið hefur vakið mikla reiði á Indlandi og vakið upp spurningar og áhyggjur um siðferði.

The Independent skýrir frá málinu sem átti sér stað í borginni Indore í Madhya Pradesh ríki. Stúlkan var látin taka þátt í Jain Santhara, sem er forn og umdeild trúarathöfn sem felur í sér að fasta þar til viðkomandi andast eða læknast. Var þetta gert að ráðum trúarleiðtoga.

Barnaverndarnefnd ríkisins segist vera að fara  yfir málið og muni fljótlega taka ákvörðun um hvort foreldrar stúlkunnar verði sóttir til saka sem og trúarleiðtoginn sem ráðlagði þeim að láta stúlkuna fasta.

Stúlkan lést seint í mars en málið komst ekki hámæli fyrr en eftir að „Golden Book of World Records“, sem er sagt vera „óháð heimsmeta yfirvald“ gaf út staðfestingu á að stúlkan væri „yngsta manneskjan til að taka þátt í Jain Santhara trúarathöfninni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika
Pressan
Fyrir 2 dögum

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað ömmu sína um að vera brúðarmeyja – Myndbandið sem netverjar skæla yfir

Bað ömmu sína um að vera brúðarmeyja – Myndbandið sem netverjar skæla yfir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu