Hún hefur ekki enn fundist að sögn The Independent sem segir að móðir hennar, Kelly Smith, unnusti hennar, Jacquen Apollis, og vinur þeirra, Steveno Van Rhyn, hafi verið sökuð um að hafa selt Joshlin.
Mál þeirra var nýlega tekið fyrir hjá Western Cape High Court. Þau neituð öll sök við upphaf réttarhaldanna. En dómarinn lagði ekki trúnað á framburð þremenninganna og sakfelldi þau öll fyrir mannrán og mansal.
Vitni sagði að Smith hefði sagt henni að hún hefði selt „sangoma“, sem er einhverskonar heilari, Joshlin fyrir sem svarar til um 150.000 króna. Hafi heilarinn viljað fá hana vegna „húðar hennar og augna“.
Ekki kemur fram í dómsniðurstöðunni hver keypti Joshlin eða af hverju.
Smith fékk mikla samúð meðal suðurafrísku þjóðarinnar á fyrstu dögum leitarinnar. Nágrannar lögðu sitt af mörkum við leitina og hjálpuðu Smith á allan mögulegan hátt.
Dómarinn mun ákveða refsingu þremenninganna innan skamms og er búist að við þungum dómum.