fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Pressan
Sunnudaginn 11. maí 2025 15:00

Þung eða létt sæng? Mynd/iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú manngerðin sem elskar bara að finna þunga sæng liggja ofan á þér? Sæng sem kremur þig næstum á leið þinni inn í draumalandið.  Eða ert þú manngerðin sem kýst frekar létta sæng sem svífur nánast yfir líkamanum?

Óháð því hvort á betur við þig, þá afhjúpar val þitt á sæng svolítið spennandi um svefn þinn og kannski um þig!

Þung sæng – hefur átt auknum vinsældum að fagna á síðustu árum og það er ekki að ástæðulausu. Þær virka nánast eins og eitthvað þung þrýsti á líkamann, eitthvað sem róar taugakerfið og lætur líkamann slappa af. Ímyndaðu þér tilfinninguna um að einhver haldi um þig en þó án þess að nokkur sé nærstaddur.

Margir sofna hraðar, sofa dýpri svefni og vakna betur hvíldir ef þeir sofa með þunga sæng. Ef þú glímir við margar hugsanir, óróa í líkamanum eða átt erfitt með svefn, þá getur þung sæng verið góð lausn.

Kjörþyngd þungrar sængur er venjulega 10-15% af líkamsþunga notandans. Ef hún er þyngri en það, þá áttu á hættu að finnast sængin vera of mikið af hinu góða og þá gerir hún lítið gagn.

Létt sæng – er eiginlega eins og ský, hún er létt og þú finnur bara ekki fyrir neinn þyngd frá henni. Ef þú glímir oft við að vera mjög heitt á nóttinni, svitnar eða bara elskar frelsistilfinningu, þá er létt sæng það sem hentar þér.

Léttar sængur eru oft fylltar með dún eða gerviefnum sem gera að verkum að þær anda vel og henta vel um sumar og í heitu svefnherbergi. Þess utan kemur stundum fyrir að maður vill ekki glíma við tilfinninguna af að vera „fastur“ undir sænginni.

En hvað segir val þitt á sæng um þig?

Þetta er auðvitað ekki heilagur sannleikur og kannski má greina smá húmor í þessu en það sakar ekki að nefna þetta.

Ef þú velur þunga sæng þá elskar þú öryggi, festu og kannski smávegis extra „hygge“ eins og danskurinn segir svo oft. Þú vilt gjarnan finnast að þú sért „innpakkaður“ þegar þú sefur, bæði andlega og líkamlega.

Ef þú velur létta sæng þá elskar þú frelsi, þér er oft heitt og þér líkar best við að ekkert íþyngi þér, hvorki í svefni né vöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Í gær

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum