fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 21:30

Hér stýrir hún hönd móður sinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lisa Baverstock prentaði út skjal, sem hún fann á Internetinu, og fyllti það út. Samkvæmt skjalinu átti hún að vera einkaerfingi móður sinnar, Margaret, en eignir hennar voru metnar á sem svarar til um 122 milljóna íslenskra króna.

Hún fór síðan með skjalið að dánarbeði móður sinnar í mars 2021 og setti penna í hönd hennar og stýrði hönd hennar til að láta hana skrifa undir skjalið. Móðir hennar var þá svo illa haldin að hún gat varla blikkað augunum. Hún lést átta dögum síðar.

Metro segir að samkvæmt því sem kom fram á skjalinu hafi Lisa, sem er 55 ára, átt að erfa hús Margaret í Herne Hill, í suðurhluta Lundúna, en bróðir hennar, John, sem er 61 árs, átti ekki að fá neitt.

John var ekki sáttur við þetta og sagði að upptökur sýndu að móðir þeirra hafi verið neydd til að skrifa undir skjalið því Lisa hafi í raun stýrt hönd hennar og þess utan hafi hún verið svo alvarlega veik að hún hafi ekki skilið hvað stóð á skjalinu.

Málið fór fyrir dóm og þar sagði John einnig að Lisa hafi snúist algjörlega gegn honum og neitað honum um aðgang að húsi móður þeirra.

Dómarinn í málinu féllst á að Margaret hafi ekki skilið hvað var að gerast eða hvað stóð á skjalinu en hún hafði greinst með elliglöp 2021. Var erfðaskráin því úrskurðuð ógild.

Systkinin fá því hvort um sig helmingshlut í húsinu og Lisa verður að greiða lögfræðikostnað John upp á sem svarar til um 14 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna