fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Pressan
Fimmtudaginn 13. mars 2025 08:22

Kimberly Sullivan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kimberly Sullivan, 56 ára kona í Connecticut í Bandaríkjunum, er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa haldið 32 ára stjúpsyni sínum föngnum í rúm tuttugu ár.

Málið kom upp í febrúarmánuði þegar slökkvilið var kallað að heimili í Waterbury vegna elds sem komið hafði upp. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang mætti þeim 32 ára karlmaður sem var illa á sig kominn.

Sagðist hann hafa kveikt eldinn því honum hefði verið haldið föngnum á umræddu heimili áratugum saman og hann vildi sleppa úr haldi.

Maðurinn var með skemmdar tennur, hárið í flækju og það sem vakti einna mesta athygli var að maðurinn var aðeins rúm 30 kíló.

Lýsti maðurinn því að stjúpmóðir hans, fyrrnefnd Kimberly, hefði læst hann inni í herbergi þegar hann var 11 ára og hann hafi aðeins fengið að fara út úr herberginu í stutta stund á hverjum degi til að sinna húsverkum.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla af málinu kemur fram að maðurinn hafi sagt við lögreglu að hann hafi fengið að fara oftar út úr herberginu á meðan faðir hans var á lífi. Hann hafi til dæmis fengið að vinna í garðinum fyrir utan húsið. Hann muni ekki eftir því að hafa yfirgefið húsið síðan hann var 14 eða 15 ára.

Maðurinn sagði einnig við lögreglu að hann hefði einungis fengið tvær samlokur og tvö vatnsglös á hverjum degi. Þá hefði hann þurft að gera þarfir sínar í flöskur eða á dagblöð sem hann gat losað sig við þegar hann fór út úr herberginu til að sinna húsverkum.

Kimberly er sögð neita sök en hún á yfir höfði sér fjölda ákæra vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést