fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Pressan
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sent fulltrúa sína til norðausturhluta Tansaníu til að berjast gegn útbreiðslu sjúkdóms sem er náskyldur ebóluveirunni.

Sjúkdómurinn, sem gengur undir nafninu Marburg-veiran, veldur blæðandi veiruhitasótt en veiran sem veldur sjúkdómnum er af ætt þráðveira eins og ebólaveiran.

Nokkuð var fjallað um útbreiðslu sjúkdómsins í Rúanda á haustmánuðum og virðist hann nú hafa náð fótfestu Tansaníu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er mjög há en ekkert bóluefni eða lyf er til gegn veirunni. Í Tansaníu hafa níu smit greinst og þar af hafa átta látist.

Líkt og ebólaveiran er Marburg-veiran ekki bráðsmitandi að því leyti að hún smitast ekki frá öndunarvegi. Hún smitast með snertingu við líkamsvessa frá veikum einstaklingi. Af þeim sökum eru einstaklingar sem starfa í heilbrigðisþjónustu útsettari fyrir veirunni en aðrir.

Einkenni sjúkdómsins eru hiti, vöðva- og beinverkir, uppköst og niðurgangur og blæðingar í húð og líffærum, til dæmis úr augum. Oftar en ekki draga veikindin fólk til dauða.

Fulltrúar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru komnir til Kagera-héraðs í Tansaníu þar sem öll smitin hafa greinst.

Marburg-veiran dregur nafn sitt af samnefndri borg í Þýskalandi en þar greindist sjúkdómurinn fyrst árið 1967. Það gerðist eftir að apar voru fluttir til borgarinnar sem nota átti við rannsóknir. Í því tilviki smitaðist 31 einstaklingar og þar af létust sjö.

Alvarlegasti faraldur Marburg-veirunnar braust út í Angóla á árunum 2004 til 2005 þegar 374 einstaklingar smituðust og 329 létust. Í þeim faraldri var dánartíðnin 90%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun