Hann meðhöndlaði tugi sjúklinga og hafði tugi milljóna upp úr krafsinu að sögn The Mirror. Maðurinn dró tennur úr fólki, framkvæmdi rótarfyllingar og svæfði fólk meira að segja. Allt þetta gerði hann út frá leiðbeiningum á Internetinu.
Málið er nú fyrir dómi og játaði fólk allt sök. Það á allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér.
Lögreglan segir að konan hafi starfað í heilbrigðisgeiranum og hafi séð um að útvega nauðsynleg efni til að svæfa fólk og að hún hafi einnig útvegað efni til tannviðgerða í gegnum starf sitt, þar á meðal fyllingar, hreinsiefni, lím og fleira.