Það getur verið snúið að losna við köngulær og það er raunar best að koma í veg fyrir að þær skríði inn til okkar og geri sig heimakomnar.
Hreingerningarsérfræðingurinn Anna Louisa, segir að hægt sé að gera heimilið „köngulóarhellt“ með þremur einföldum ráðum.
Hún jós úr viskubrunni sínum, hvað þetta varðar, í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok en þar er hún með 1,2 milljónir fylgjenda.
Fyrsta ráðið hennar er að úða blöndu af piparmyntuolíu og vatni í gluggana.
Annað ráðið er að dreifa kanilstöngum um húsið.
Köngulær þola ekki kanillykt frekar en af piparmyntuolíu og því ætti þetta að koma að góðu gagni segir hún.
Þriðja ráðið er að setja appelsínuolíu í gólfmoppuna og það skemmir ekki fyrir að eftir því sem Anna segir, þá eru mörg skordýr sem þola ekki þá lykt.
En það er rétt að hafa í huga að þessi góðu ráð eru eiginlega ekki góð fyrir þá sem eiga gæludýr því efnin geta verið stórhættulegt fyrir þau.