Hann fékk reikning upp á 14.000 dollara en það svarar til um 1,8 milljóna íslenskra króna.
Tim hafði áhuga á HTTP Archive en það er stór opinber gagnagrunnur með sögulegum upplýsingum um Internetið. Þessi gagnagrunnur er geymdur hjá Google Cloud. Allir geta fengið aðgang að þessum gagnagrunni.
En það að allir geti fengið aðgang að honum þýðir ekki nauðsynlega að notkun hans eða vinnsla upplýsinga úr honum sé ókeypis. Þessu komst Tim að.
„Ég keyrði leit í HTTP-gagnagrunninum og skyndilega skuldaði ég 14.000 dollara. Google vildi ekki fella gjaldið niður,“ sagði hann að sögn Kode24.
Tim hafði samband við Google og upp úr því hófst umræða um hversu mikið eða lítið gagnsæi er hjá skýþjónustum (cloud).
Í kjölfarið gerði Google breytingar og nú eru notendur BigQuery varaðir við því að þeir þurfi hugsanlega að greiða fyrir að nota gagnagrunninn.