fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Sakfelld fyrir að selja dóttur sína mansali

Pressan
Mánudaginn 12. maí 2025 07:30

Joshlin Smith. Mynd: Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. febrúar á síðasta ári hvarf Joshlin Smith, 6 ára, frá heimili sínu í Middelpos, sem er lítill bær í Suður-Afríku. Mikil leit hófst strax að henni um allt land. Lögreglan skoraði á alla landsmenn að leggja sitt af mörkum svo hún fyndist en óttast var að hún hefði jafnvel verið flutt úr landi.

Hún hefur ekki enn fundist að sögn The Independent sem segir að móðir hennar, Kelly Smith, unnusti hennar, Jacquen Apollis, og vinur þeirra, Steveno Van Rhyn, hafi verið sökuð um að hafa selt Joshlin.

Mál þeirra var nýlega tekið fyrir hjá Western Cape High Court. Þau neituð öll sök við upphaf réttarhaldanna. En dómarinn lagði ekki trúnað á framburð þremenninganna og sakfelldi þau öll fyrir mannrán og mansal.

Vitni sagði að Smith hefði sagt henni að hún hefði selt „sangoma“, sem er einhverskonar heilari, Joshlin fyrir sem svarar til um 150.000 króna. Hafi heilarinn viljað fá hana vegna „húðar hennar og augna“.

Ekki kemur fram í dómsniðurstöðunni hver keypti Joshlin eða af hverju.

Smith fékk mikla samúð meðal suðurafrísku þjóðarinnar á fyrstu dögum leitarinnar. Nágrannar lögðu sitt af mörkum við leitina og hjálpuðu Smith á allan mögulegan hátt.

Dómarinn mun ákveða refsingu þremenninganna innan skamms og er búist að við þungum dómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Í gær

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum