fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Ef þú hættir að drekka kaffi hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 13:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi er einn vinsælasti drykkurinn í heiminum og margir geta ekki byrjað daginn öðruvísi en að fá sér að minnsta kosti einn kaffibolla. En hvaða áhrif hefur kaffi á líkamann og hvað gerist ef við ákveðum skyndilega að hætta að drekka kaffi?

Þessu var svarað í umfjöllun Kirsche. Eins og flestir vita þá er kaffi oft hampað fyrir jákvæð áhrif þess á okkur. Hvernig það hressir okkur við og bætir efnaskiptin. En það geta líka fylgt því ókostir að drekka mikið kaffi.

Koffín, sem er mikilvægasta virka efnið í kaffi, lokra fyrir adenosin, sem veldur þreytu. Þetta fyllir okkur tilfinningu um að við séum orkumikil og glaðvakandi. En ókosturinn við þetta er að við getum orðið háð þessu.

Of mikil kaffidrykkja getur líka valdið hækkandi blóðþrýstingi, pirringi og meltingarvandamálum.

Sumir neyðast til að draga mjög úr kaffidrykkju eða jafnvel hætta henni alveg. Þegar maður hættir skyndilega alfarið að drekka kaffi, þá getur líkaminn brugðist við með ýmsum fráhvarfseinkennum. Þetta geta til dæmis verið höfuðverkur, þreyta, eirðarleysi og verra skap. Sem betur fer eru þessi einkenni tímabundin en þau geta verið það óþægileg að fólk „fellur“ og byrjar aftur að drekka kaffi.

Það fylgja því einnig ákveðnir kostir að sleppa kaffidrykkju alveg. Til dæmis bætir það svefngæðin því koffín raskar hinni náttúrulegu svefnhringrás. Minni koffínneysla getur einnig dregið úr stressi því líkaminn fær þá ekki stöðugt gerviörvun í formi koffíns. Meltingin getur einnig batnað og minni líkur eru á að fólk glími við magavandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Donald Trump varar við algjörri katastrófu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt