fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Barnahópur grunaður um morð

Pressan
Þriðjudaginn 3. september 2024 14:30

Breskir lögreglumenn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur barna hefur verið handtekinn í Bretlandi vegna gruns um að hafa orðið áttræðum karlmanni, sem var úti að ganga með hundinn sinn, að bana.

Málið kom upp í bænum Braunstone Town sem er í næsta nágrenni við borgina Leicester en í bænum búa um 17.000 manns.

Ráðist var á gamla manninn í almenningsgarði á sunnudagskvöld en hann lést á sjúkrahúsi um sólarhring síðar.

Börnin sem hafa verið handtekin eru alls fimm. Í hópnum eru drengur og stúlka sem eru bæði 14 ára og tvær stúlkur og einn drengur sem eru öll 12 ára.

Árásin átti sér stað við innganginn inn í garðinn en börnin eru sögð hafa flúið af vettvangi áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn.

Dóttir mannsins tjáði fjölmiðlum áður en hann lést að faðir hennar hefði orðið fyrir mænuskaða og ætti að gangast undir aðgerð. Hún sagði að faðir hennar hefði verið örstutt frá heimili þeirra þegar ráðist var á hann. Hún heyrði læti og hljóp út og fann föður sinn liggjandi á jörðinni en hann kvartaði undan verkjum í hálsi og sagðist ekki geta hreyft fæturna.

Lögreglan á svæðinu óskar eftir því að þau sem kunni að búa yfir upplýsingum um málið hafi samband. Rannsókn er í fullum gangi og rætt hefur verið við íbúa í nágrenninu en lögreglan er að reyna að varpa ljósi á atburðarásina. Einnig hefur lögreglan aukið viðveru sína á svæðinu.

Sömuleiðis hefur lögreglan tilkynnt sjálfa sig til stofnunar sem hefur eftirlit með störfum lögreglu vegna fyrri samskipta lögreglumanna við manninn sem lést. Í hverju þessi samskipti fólust kemur hins vegar ekki fram.

Byggt á umfjöllun Sky News og Mirror.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn