fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Létu fjölda dæmdra glæpamanna lausa vegna mistaka

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 21:30

Ríksstjórn Keir Starmer greip til róttækra aðgerða í fangelsismálum og sleppti fjölda dæmdra glæpamanna. Nú hefur komið upp úr krafsinu að sumir þeirra áttu ekki að vera leystir snemma úr haldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í þessum mánuði voru um 1.700 dæmdir glæpamenn látnir lausir úr fangelsum í Wales og Englandi áður en afplánun þeirra lauk formlega. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hluti þessa hóps átti alls ekki að fá að sleppa.

Bresk stjórnvöld stóðu fyrir þessu til að létta á yfirfullum fangelsunum en fangelsismál eru í miklum ólestri í landinu. Þessar aðgerðir voru afar umdeildar til dæmis vegna þess að sumir þeirra sem fengu að sleppa út snemma höfðu verið dæmdir fyrir ofbeldisglæpi. Ýmsum gramdist einnig að sjá myndir í fjölmiðlum af sumum þeirra sem sleppt var vera fagnað innilega þegar þeir gengu út úr fangelsunum. Gangrýnendur ríkisstjórnar Keir Starmer sögðu einnig að það skyti skökku við að stjórnvöld væru að sleppa alls konar glæpamönnum en að setja í staðinn í fangelsin fólk sem tók þátt í óeirðunum, sem sumir vilja kalla mótmæli, sem riðu yfir Bretland í sumar.

Sky News greinir frá því að samkvæmt dómsmálaráðumeytinu hafi 37 einstaklingum verið sleppt vegna mistaka. Viðkomandi höfðu verið dæmdir fyrir glæpi sem stjórnvöld höfðu sérstaklega ákveðið að ættu að þýða að hinn dæmdi fengi ekki að vera meðal þeirra sem var sleppt. Brot þessara einstaklinga voru hins vegar skráð ranglega, með þessum afleiðingum.

Braut strax aftur af sér

Flestir þessara 37 hafa verið fluttir aftur í fangelsi en 5 ganga þó enn lausir og er leitað. Einn þeirra sem fluttur var aftur í fangelsi braut af sér á meðan hann gekk laus en viðkomandi hefur verið ákærður fyrir að snerta konu en í hverju sú snerting fólst nákvæmlega kemur ekki fram.

Talsmenn ríkisstjórnar Verkamannaflokksins sem tók við völdum eftir kosningar í júlí segja að nauðsynlegt hafi verið að sleppa svo mörgum þar sem fangelsiskerfið væri í molum eftir stjórnartíð Íhaldsflokksins. Séð hafi verið til þess að í þeim hópi væru ekki hættulegir menn sem gerst hefðu sekir til að mynda um heimilisofbeldi og umsáturseinelti.

Þó það sé ekki tekið fram virðist þetta benda til að í hópnum sem sleppt var fyrir mistök hafi verið einstaklingar sem höfðu verið dæmdir fyrir brot af þessu tagi.

James Cleverly þingmaður Íhaldsflokksins er fyrrverandi innanríkisráðherra en er nú skuggaráðherra innanríkismála eftir að flokkurinn fór í stjórnarandstöðu eftir síðustu kosningar. Hann segir forgangsröðun og ákvarðanir ríkisstjórnar Verkamannaflokksins ranga og að breska þjóðin sjái full vel að ríkisstjórnin viti ekkert hvað hún sé að gera.

Forða hruni

Stjórnvöld ætla hins vegar að halda ótrauð áfram. Til stendur að sleppa þúsundum fanga, áður en afplánun þeirra lýkur formlega, úr fangelsum í næsta mánuði en nú þegar er um 1.000 sleppt í hverri viku. Nú þurfa fangar í Bretlandi að afplána minnst 50 prósent af dómi sínum en krafan verður lækkuð tímabundið niður í 40 prósent. Ríkisstjórnin segir þetta nauðsynlegt þar sem yfirfull fangelsin séu á barmi þess að verða óstarfhæf og verði ekkert gert blasi algjört hrun við.

Þessar aðgerðir eru einnig hugsaðar til þess að koma í veg fyrir að ekki verði yfirhöfuð hægt að fangelsa neinn og hætta þannig á að gefa glæpamönnum í raun lausan tauminn.

Ekki á að sleppa þeim sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot, hryðjuverk, heimilisofbeldi og suma aðra ofbeldisglæpi.

Það hefur verið þó gagnrýnt að þessar aðgerðir ógni öryggi almennings og varað hefur verið við því að um gálgafrest sé að ræða. Innan árs muni sama staða vera komin upp á ný með yfirfull fangelsi á barmi allsherjar upplausnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir