Í ræðu sinni sagði hún meðal annars að Bretland sé í „heljargreipum faraldurs andsamfélagslegrar hegðunar, þjófnaða og búðarhnupls“. Þegar hún sneri aftur í sæti sitt, eftir að hafa flutt ræðuna, uppgötvaði hún að búið var að stela veskinu hennar.
Sky News segir að þetta hafi gerst á árlegri ráðstefnu yfirlögregluþjóna sem fór fram í Kenilworth í West Midlands.
56 ára maður var síðar handtekinn, grunaður um þjófnaðinn. Hann er ekki lögreglumaður.