fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Fékk áfall þegar hún komst að því hver innbrotsþjófurinn var

Pressan
Mánudaginn 10. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Morgan Metzer hafi vaknað upp við skelfilega martröð aðfaranótt nýársdags árið 2021 þegar innbrotsþjófur braust inn á heimili hennar og beitti hana skelfilegu ofbeldi.

Morgan var barin, kyrkt og henni nauðgað og hélt hún að hennar síðasta stund væri runnin upp. Setning sem innbrotsþjófurinn lét út úr sér áður en hann hafði sig á brott vakti þó ákveðnar grunsemdir um að fyrrverandi eiginmaður hennar, Rodney Metzer, hefði þarna verið að verki.

Morgan var ein heima þegar atvikið átti sér stað og voru börn hennar tvö í fríi með aðstandendum. Hún vaknaði þegar innbrotsþjófurinn stóð í dyragættinni á svefnherbergi hennar, klæddur í Batman-búning og með grímu fyrir andlitinu.

Maðurinn réðst á Morgan með fólskulegu ofbeldi og þrengdi að öndunarvegi hennar með höndunum. Ofbeldið stóð yfir í 30 til 40 mínútur og rifjar Morgan upp í samtali við bandarísku útgáfu The Sun að hún hafi óttast mjög að deyja í árásinni.

Árásarmaðurinn dró Morgan svo hálfnakta út á veröndina fyrir framan húsið og lét út úr sér setningu sem vakti athygli hennar. Sagði hann eitthvað á þá leið að hún saknaði eflaust barnanna sinna og eiginmanns síns. „Það var þá sem ég hugsaði: „Vá, þetta er hann“. Af hverju myndi einhver segja að ég myndi sakna eiginmanns míns.“

Morgan var illa haldin eftir árásina, með mikla áverka á höfði og í andliti og segist hún hafa óttast hvað myndi gerast ef hún myndi sofna. Ekki löngu eftir árásina og áður en Morgan tókst að hringja eftir aðstoð birtist fyrrverandi eiginmaður hennar óvænt fyrir framan húsið.  Hann bjó skammt frá og útskýrði fyrir Morgan að einhver ókunnugur hefði knúið dyra á heimili hans og sagt honum að einhver hefði brotist inn til hennar.

Eðli málsins samkvæmt efaðist Morgan um þessa frásögn og sakaði hann um að hafa brotist inn. Rodney neitaði því staðfastlega og virkaði nokkuð sannfærandi þegar hann ræddi við Morgan eftir árásina og svo við lögreglu þegar hún kom á vettvang.

Lögreglu grunaði strax að Rodney hefði verið viðriðinn glæpinn og við húsleit á heimili hans fundust meðal annars alveg eins plastbönd og voru notuð til að binda hendur Morgan. Hann var handtekinn nokkrum klukkutímum eftir árásina. Frekari rannsókn lögreglu leiddi svo í ljós að Rodney hafði leitað upplýsinga á Google um hversu langan tíma það tekur að kyrkja einhvern þar til viðkomandi missir meðvitund og hversu langan tíma það tekur að svelta í hel.

Lögregla telur að Rodney hafi sett þessa atburðarás á svið til að vinna aftur hug fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þau höfðu verið saman síðan þau voru unglingar; hún 14 ára og hann 16 ára og gengu þau í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvíbura en skildu árið 2020, rúmu ári áður en Rodney réðist á fyrrverandi eiginkonu sína.

Það er skemmst frá því að segja að Rodney játaði sök í málinu og var dæmdur í 70 ára fangelsi. Hann þarf að sitja inni í 25 ár og mun afplána eftirstöðvar dómsins á skilorði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést