fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 13:30

Beinagrindin. Mynd:Asylum Hill Project, UMMC; Kyle Winters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við uppgröft fornleifafræðinga í kirkjugarði við Mississippi State Lunatic Asylum (geðsjúkrahús) kom svolítið merkilegt í ljós.

Þar fundu þeir leifar konu, sem var grafin fyrir 100 árum. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að líkamsleifar hafi fundist í kirkjugarðinum en það sem þykir ákaflega merkilegt er að postulínsgallblaðra var í konunni.

Í fyrstu vissu fornleifafræðingarnir ekki hvað þetta var en með aðstoð sérfræðinga á öðrum sviðum var hægt að staðfesta að þessi egglaga hlutur, sem var inni í beinagrind konunnar, var postulínsgallblaðra. Þetta er í fyrsta sinn sem postulínsgallblaðra finnst við fornleifauppgröft. Live Science skýrir frá þessu.

Skýrt var frá þessu í rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu International Journal of Osteoarchaelogy. Þar lýsa höfundarnir því hvernig gallblaðran hafði varðveist í heila öld í gröfinni, sem var ómerkt.

Ekki er um það að ræða að gallblaðran sé úr postulíni, heldur hafði gallblaðra konunnar kalkað en þá safnast kalk fyrir í vöðvavegg líffærisins og það harðnar.

Líffærið var í miðaldra konu sem var jarðsett í kirkjugarðinum sem var í notkun frá 1855 til 1935.

Tugir þúsunda sjúklinga dvöldu á sjúkrahúsinu. Um 7.000 þeirra létust þar og voru þeir jarðsettir í einföldum furukistum.

Kirkjugarðurinn féll í gleymskunnar dá en „fannst á nýjan leik“ 2012 þegar unnið var við framkvæmdir á svæðinu. Uppgröftur hefur staðið yfir síðan 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm