fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
433Sport

Jóhann Berg kveður Burnley eftir átta ár – Fer í sögubækur félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 18. maí 2024 09:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson leikur sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun þegar liðið mætir Nottingham Forest. Jóhann kveður félagið eftir átta ár.

Jóhann var keyptur til Burnley frá Charlton sumarið 2016 en Burnley voru þá nýliðar í ensku úrvalsdeildinni.

Á þeim átta árum sem Jóhann hefur spilað fyrir Burnley hefur hann verið í sjö ár í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt heimildum 433.is stóð Jóhanni til boða að gera nýjan samning við Burnley sem hann afþakkaði. Hann róar því á ný mið en Jóhann er 33 ára gamall.

Jóhann Berg Guðmundsson

Jóhann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mun sagan líklega dæma hann sem einn besta leikmanninn í sögu félagsins.

Burnley er fallið úr ensku úrvalsdeildinni en Jóhann kveður félagið á Turf Moor á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert pláss fyrir Fernandes eða Maguire í liði Shaw

Ekkert pláss fyrir Fernandes eða Maguire í liði Shaw
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Englands og Serbíu – Trent er á miðjunni

Byrjunarlið Englands og Serbíu – Trent er á miðjunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbjóðsleg slagsmál brutust út í Þýskalandi: Margir forðuðu sér burt um leið – Sjáðu hvað gerðist

Viðbjóðsleg slagsmál brutust út í Þýskalandi: Margir forðuðu sér burt um leið – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum