fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Fréttir

Helga með ásakanir í garð Katrínar og Kára – „Áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2024 21:00

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi, er afar ósátt við afstöðu Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðerra, í deilu Íslenskrar erfðagreiningar við Persónuvernd í Covid-faraldrinum. Segir hún Katrínu hafa tekið afstöðu með Íslenskri erfðagreiningu í deilu þar sem Persónuvernd hafi verið að gera það eitt að fara að lögum.

Kári Stefánsson var stóryrtur í garð Helgu og Persónuverndar er stofnunin setti Íslenskri erfðagreiningu stólinn fyrir dyrnar varðandi söfnun blóðsýna hjá sjúklingum fyrir raðgreiningu Covid-veirunnar. Helga Þórisdóttir rifjaði upp þessar deilur í þættinum Forystusætið á RÚV í kvöld. Þar sagði hún:

„Fólki er tíðrætt um hvað er öryggisventill þegar við ræðum um forseta og einmitt hvað er öryggisventill þegar maður ræðir um það að fara að lögum í litlu samfélagi. Og trúðu mér, ég held að það sé stundum auðveldara að líta framhjá einhverju heldur en einmitt að hafa þor og dug til þess að fara að gildandi lögum. Það höfum við gert hjá Persónuvernd, við höfum farið að lögum og það hafa ekki allir verið sáttir við það. Ég hef m.a.s. verið atyrt af ráðherrum í ríkisstjórn landsins og af sterkum öðrum öflum.“

Spyrill þáttarins spurðu Helgu nánar út í hvaða ráðherrar hefðu atyrt hana. Hún sagði:

„Það er slæmt til dæmis þegar fólk hefur haldið því fram að persónuverndarlög séu að koma í veg fyrir eitt og annað. Ég lét þau orð falla að það væri miður þegar Persónuvernd væri notuð sem skálkaskjól til að leyna gögnum þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra nefndi það varðandi upplýsingar um tengda aðila í sjávarútveginum. Það voru ekki persónuverndarlög sem voru að banna neitt þar.

Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki sem hafði hótað okkur málshöfðun heldur en Persónuvernd sem hefur þann eina starfa að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum.

Forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti, þar sem forsætisráðherra tjáði skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa nokkurn tíma talað við okkur um afstöðu okkar í málinu, og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum.“

Aðspurð staðfesti Helga að hún væri hér að ræða um Katrínu Jakobsdóttur og Kára Stefánsson/Íslenska erfðagreiningu. Hún sagðist ekki hafa átt í beinum samskiptum við Katrínu vegna málsins en Kári hefði birt sín samskipti við Katrínu og þar sást að Katrín tók afstöðu með Íslenskri erfðagreiningu í deilunni.

Helga sagðist aðspurð hafa átt í beinum samskiptum við Kára og samskiptin hefðu ávallt verið í átakabúningi af hans hálfu.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Að bera litinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi

Líneik vill stöðva „gervinetsölu“ á áfengi
Fréttir
Í gær

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Í gær

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“