fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 04:05

220 milljónir fyrir 55 fermetra. Mynd:&Living

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú að leita að sumarhúsi á góðum stað? Áttu um 220 milljónir sem þú getur reitt fram fyrir gott sumarhús sem er þó ekki nema 55 fermetrar?

Ef svo er þá er eitt slíkt til sölu á Havlundsvej 38 í Egå í Danmörku.

Húsið er 66 ára og eins og áður sagði aðeins 55 fermetra. Mörgum þykir verðmiðinn því vera í hærri kantinum. En kannski finnst sumum þetta ekki mikið fyrir 55 fermetra hús sem býður upp á tvö svefnherbergi og stofu og auðvitað salerni. En það er staðsetning hússins sem skýrir þetta háa verð.

Thomas Bo Jensen, eigandi fasteignasölunnar &Living í Árósum, sagði í samtali við TV2 að það sé ekkert óeðlilegt við verðið því útsýnið frá húsinu sé frábært til allra átta. Á svæðinu séu hús sem kosta sem svarar til um 340 milljóna íslenskra króna.

Húsið er við Skæring Strand en þetta gamla sumarhúsasvæði hefur á síðustu árum gengið í gegnum miklar breytingar og nú er það að stórum hluta orðið að íbúðarhverfi.

Jensen sagði að margir kaupi sumarhús þar, rífi og byggi síðan draumahúsið sitt. Það sé staðsetningin sem laði fólk að. Hann sagðist telja að fasteignaverðið á þessu svæði verði áfram hátt og það eigi einnig við um nýju íbúðarhúsin.

Hann nefndi þessu til stuðnings að í Risskov, sem er ekki langt frá, eru íbúðarhús sem eru metin á sem svarar til um 840 milljóna íslenskra króna.

En litla sumarhúsið hefur nú verið til sölu í rúmlega 400 daga en eitthvað virðist vera að rofa til með söluna á því, því Jensen sagði að tilboð hafi borist í það og telji hann líklegt að samningar takist. Hann vildi að vonum ekki upplýsa hvað tilboðið hljóðar upp á.

Það þarf því væntanlega að hafa hraðar hendur ef takast á að „stela“ húsinu frá tilboðsgjafanum.

Mynd:&Living
Mynd:&Living
Mynd:&Living
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin