fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar

Pressan
Sunnudaginn 1. desember 2024 15:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú stendur fyrir framan spegilinn og burstar tennurnar, þá eru kannski ekki meðvitaður um að þú gætir uppgötvað snemmbúin merki um krabbamein í munni.

Samkvæmt nýjum tölum frá Oral Health Foundation þá hefur tilfellum krabbameins í munni fjölgað mikið á síðustu árum á Bretlandseyjum. Nú greinast um 10.000 manns með slíkt krabbamein árlega og er þetta 133% aukning frá því sem var fyrir 20 árum. Express skýrir frá þessu.

Það eru aðallega karlar yfir fimmtugu sem fá slíkt krabbamein en það getur auðvitað lagst á alla.

Nigel Carter, forstjóri Oral Health Foundation, sagði að allt of margir greinist of seint með krabbamein í munni og því verði að breyta.

Það sem þú átt að hafa auga með, eru hvítir eða rauðir blettir á tungunni eða í munninum, sem birtast á meðan þú tannburstar þig.

En það eru einnig önnur hættumerki sem er hægt að sjá. Til dæmis sár sem grær ekki, óútskýranlegir hnútar eða bólgur og verkir í munni eða hálsi.

Oftast er þetta meinlaust en það getur skipt miklu máli að láta lækna skoða þetta sem fyrst því ef um illkynja mein er að ræða, þá getur skipt sköpum að meðferð hefjist snemma.

Hættan á krabbameini í munni eykst mjög ef fólk reykir eða drekkur mikið áfengi. En þetta krabbamein getur líka tengst HPV-sýkingum sem sífellt fleiri verða fyrir.

Þetta eru einkennin sem er rétt að hafa í huga:

Sár í munninum sem er ekki horfið eftir þrjár vikur.

Rauðir eða hvítir blettir í munninum.

Hnútur í munninum eða á vör.

Verkir í munninum.

Erfiðleikar við að kyngja.

Erfiðleikar með að tala eða hæsi.

Hnútur í hálsinum eða á hálsinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“