fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

„Marius er æxlið“

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 07:00

Marius Borg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir telja að sá vandi sem norska hirðin glímir nú við sé alvarlegasti vandinn sem hún hefur nokkru sinni þurft að takast á við. Samskiptasérfræðingurinn William Atak, hjá Atak Nordic, segir að þetta sé ekki að ástæðulausu. Konungsfjölskyldan hafi ekki staðið sig vel við að takast á við mál Marius Borg Høiby.

Marius er fóstursonur Hákons krónprins og þrátt fyrir að Marius gegni engu hlutverki innan konungsfjölskyldunnar, þá er hann hluti af henni og hegðun hans skaðar fjölskylduna og traust almennings á konungdæminu.

Marius situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um tvær nauðganir og fleiri afbrot.

Atak sagði í samtali við B.T. að framganga Hákons krónprins hafi ekki bætt stöðuna. Hákon ræddi við fréttamenn á Jamaíka í síðustu viku á sama tíma og gæsluvarðhaldskrafan yfir Marius var tekin fyrir hjá undirrétti í Osló.

Hákon var spurður hversu alvarlegt hann telji mál Marius vera. Þessu svaraði hann: „Ég helt að Marius standi frammi fyrir alvarlegum ásökunum og að réttarvörslukerfið verði að takast á við þær. Lögreglan og dómstólarnir verða að fá að takast á við þetta og ég treysti því að það verði gert á viðeigandi hátt. Við sem fjölskylda höfum verið mjög upptekin af að Marius þurfi að fá hjálp. Við höfum lengi unnið að því að koma honum á stað þar sem hann getur fengið meiri hjálp varðandi meðferð og endurhæfingu.“

Þetta segir Atak ekki nægilegt því að Hákon hafi ekki minnst einu orði á fórnarlömbin, hafi bara sagt að hann hugsi til Mariusar og sé viss um að hlutirnir komist í lag á nýjan leik. „Hann hefði fyrst og fremst átt að sýna samkennd og samúð með fórnarlömbunum,“ sagði hann.

„Í þessu máli er Marius „æxlið“. Það er skýr munur á stofnun og fjölskyldumeðlimi og það er erfitt að taka beina afstöðu gegn honum en hirðin hefði geta verið með meira jafnvægi í ummælum sínum og sýnt fórnarlömbunum samúð. Það er það mikilvægasta þegar Marius er brotamaðurinn, því annars glatast stuðningur almennings,“ sagði Atak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst