fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. júlí 2025 14:46

Cristiano Ronaldo /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru hneykslaðir á því að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo skyldi ekki mæta í jarðaför liðsfélaga síns, Diogo Jota, sem fram fór í portúgalska bænum Gondomar fyrr í dag.

Þúsundir manna fylgdu Jota og bróður hans, Andre Silva, til grafar og lá allt að því áþreifanleg nístandi sorg yfir bænum, eins og DV greindi frá.

Sjá einnig: Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Fjölmargir liðsfélagar knattspyrnumannsins heimsþekkta úr Liverpool og portúgalska landsliðinu mættu í jarðaförina. Til að mynda fyrirliði Liverpool, Virgil Van Dijk sem og Bruno Fernandes og Bernardo Silva, sem spila fyrir erkifjendurna í Englandi, Manchester United og Manchester City.

Fjarvera Ronaldo hefur hins vegar vakið mikla athygli. Portúgalski blaðamaðurinn Antonio Ribeiro Cristova vakti athygli á fjarverunni og benti á að hún væri afar einkennileg. „Hann er fyrirliði Portúgals. Diogo var liðsfélagi hans. Kannski eru gildar ástæður sem við vitum ekki um en hann skuldar skýringar. Ábyrgð hans er slík. Hann er fyrirliðinn,“ skrifaði Cristova og tóku fjölmargir undir með honum.

Einhverjir ljáðu máls á því að kannski vildi Ronaldo ekki skyggja á útförina með nærveru sinni.

Annar portúgalskur blaðamaður, Luis Cristovao, tók dýpra í árina og sagði að fjarvera Ronaldo væri einfaldlega „óafsakanleg“.

Ronaldo hefur enn brugðist við og útskýrt fjarveru sína. Hann minntist Jota í hjartnæmri kveðju á samfélagsmiðlum sínum eftir að greint var frá andlátinu og bjuggust því flestir við að hann myndi mæta á hinstu kveðjustundina.

Ronaldo er sagður vera í fríi á snekkju sinni við Mallorca ásamt fjölskyldu sinni en frá því greindi spænskur fjölmiðill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Í gær

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann