fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Pressan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam var ekki lengi í paradís hjá nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump en DailyMail greinir frá því að deilur séu komnar upp í hans innsta hring.

„Að sigra kosningarnar hjálpaði til við að gera allt betra um stund, en þetta er eftir sem áður pólitík og þar eru alltaf sakir til að gera upp og ágreiningur,“ sagði heimildarmaður sem mun vera kunnugur innsta kopp forsetans.

Miðlinum Axios hefur verið bent á uppákomu sem átti sér stað á heimil Donald Trump, Mar-a-Lago í Flórída, í síðustu viku en þar mun Elon Musk hafa lent upp á kant við ráðgjafann Boris Epshteyn. Sagan segir að Musk hafi brugðist ókvæða við þeim áhrifum sem Epshteyn hefur haft hvað varðar úthlutun hæstu embætta í væntanlegri ríkisstjórn Trump. Musk sakaði ráðgjafann um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla, en Epshteyn sagðist ekki hafa hugmynd um hvað auðkýfingurinn væri að tala um.

Á sama tíma hafi staða Musk, sem nánasti samstarfsmaður Trump, farið öfugt ofan í marga í innsta hringnum. Munu margir bíða þess með eftirvæntingu að Musk falli í ónáð, en það er talið óumflýjanlegt þar sem báðir auðkýfingarnir eru með athyglissýki á hæsta stigi og þoli illa að deila sviðsljósinu.

Heimildarmaður DailyMail gefur þó lítið fyrir þessar hugleiðingar. Epshteyn og Musk hafi átt í góðum samskiptum og oft setið saman að snæðingi við sama borðið í Mar-a-Lago. Miðillinn tekur þó fram að eftir sem áður sé það nokkuð ljóst að margir strangtrúaðir Trumpistar séu pirraðir yfir þeim tökum sem Musk hefur á forsetanum sem og tíð ummæli Musk um embættisveitingar og stefnumál.

„Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta og það er tekið eftir því að hann er að framleiða mikið af fyrirsögnum,“ sagði einn heimildarmaður.

Aðrir hafa beint pirringi sínum að Epshteyn sem er talinn hafa átt lykilþátt í að hinn umdeildi Matt Gaetz var tilnefndur sem dómsmálaráðherra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun