fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Thwaites jökullinn á Suðurskautslandinu gæti bráðnað mun fyrr en talið hefur verið – Hefur gríðarlega alvarleg áhrif

Pressan
Laugardaginn 5. október 2024 07:30

Thwaitesjökullinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Thwaites jökullinn á Suðurskautinu bráðnar allur mun yfirborð sjávar hækka um 3,3 metra að sögn sérfræðinga. Jökullinn er einn sá stærsti í heimi og meðal þeirra sem hreyfast hraðast. Það má rekja 8% af árlegri hækkun sjávarborðs, sem er 4,6 mm, til bráðnunar jökulsins og bráðnunar á Amundsen Sea Embayment svæðinu þar sem hann er.

Sky News segir að sérfræðingar hjá International Thwaites Glacier Collaboration (ITGC) telji að jökullinn geti verið bráðnaður með öllu á tuttugustu og þriðju öldinni.  Segja þeir að bráðnun hans muni ná auknum hraða á tuttugustu og annarri öld og á öldinni á eftir gæti þetta endaði með algjöru hrundi West Antarctic ísbreiðunnar.

Jökullinn hefur hopað í rúmlega 80 ár og hefur hraði hopsins aukist síðustu 30 árin að sögn Rob Larter, hjá British Antarctic Survey. Hann sagði einnig að útreikningar bendi til að bráðnunin muni herða á sér í framtíðinni.

Jökullinn er um 120 km á breidd og er þetta breiðasti jökull heims. Hann er allt að 2.000 metra þykkur.

Vísindamenn notuðu neðansjávarvélmenni og nýja tækni og aðferðir við að mæla ísflæði og annað tengt jöklinum. Þeir viðurkenna að margt sé óljóst varðandi framtíð jökulsins en niðurstöður rannsóknar þeirra bendi til að bráðnunin muni verða hraðari vegna loftslagsbreytinga og breytinga í sjónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun