fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hermenn frá Norður-Kóreu drepnir í Úkraínu

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 11:09

Norðurkóreskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sex hermenn frá Norður-Kóreu eru í hópi þeirra sem úkraínski herinn drap í flugskeytaárás í Donetsk fyrr í þessum mánuði.

Talið er að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent þó nokkra hermenn til Úkraínu til að aðstoða Rússa í innrásarstríðinu þar í landi.

Samskipti Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa verið góð upp á síðkastið og hittust þeir til að mynda í Norður-Kóreu fyrr í sumar. Talið er að þar hafi þeir handsalað samkomulag um að Norður-Kóreumenn myndu senda hermenn til að aðstoða Rússa.

Fjölmiðlar í Úkraínu og Suður-Kóreu hafa greint frá dauðsföllum norðurkóresku hermannanna. Sagði Kim Yong-hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að flest benti til þess að upplýsingarnar væru réttar en Suður-Kóreumenn eru sagðir fylgjast grannt með því hvort Norður-Kóreumenn séu að senda hermenn til Úkraínu.

Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa erlenda ríkisborgara í sínum herum. Þannig hafa nokkrir breskir ríkisborgarar sem barist hafa fyrir Úkraínu verið drepnir á vígvellinum og þá er vitað til þess að í rússneska hernum séu ríkisborgarar frá ríkjum Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um