fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Pressan
Sunnudaginn 21. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun sumars lögðu kanadísku hjónin Brett Clibbery, 70 ára, og Sarah Justine Packwood, 54 ára, upp í mikla ævintýraför. Markmið þeirra var að sigla á snekkju yfir Atlantshafið, frá Halifax í Kanada og yfir til Azoreyja sem tilheyra Portúgal.  Ætlunin var að halda utan um ævintýrið á Youtube-síðu hjónanna, Theros Adventures, og vekja þar athygli á umhverfsivænum samgöngum en snekkja hjónanna var eingöngu knúinn rafmagni sem fékkst með því að nýta vind- og sólarorku.

Hjónin komust hins vegar aldrei á leiðarenda. Viku eftir að þau héldu af stað í ferðalagið var tilkynnt um að samband hefði rofnað við þau og lýst væri eftir þeim. Ekkert spurðist til hjónanna fyrr en að björgunarbátur með líkum tveggja einstaklinga, sem talið er að séu Brett og Sarah, skolaði að landi á eyjunni Sable, sem er 300 kílómetrum suðaustur af Halifax, sex vikum eftir að ferðalagið hófst. Straumar á svæðinu bera hluti yfirleitt að eyjunni og er hún oft kölluð „grafreitur Atlantshafsins“.

Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að hjónin þyrftu að yfirgefa snekkjuna sína en farartækið er enn ófundið í óravíddum Atlantshafsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum