fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Pressan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 08:00

Frá Peking. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að jörðin sökkvi undir fótum mörg hundruð milljóna Kínverja sem búa í sumum stórborgum landsins. Ný rannsókn leiddi í ljós að tæplega helmingur stórborganna sekkur.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science, kemur fram að tæplega helmingur kínverskra stórborga sökkvi svo hratt niður að það sé áhyggjuefni. Fyrir sumar borgir eru þetta 3 millimetrar á ári en aðrar sökkva allt að 10 millimetra og sumar um einhverja sentimetra. Meðal þeirra borga sem sökkva eru höfuðborgin Peking og Shanghai.

Margar ástæður eru fyrir þessu og má þar nefna grunnvatnsnotkun Kínverja en hún er mikil. En einnig eiga háar og ekki síður þungar byggingar, sem hafa rokið upp á síðustu árum, hlut að máli.

Í rannsókninni kemur fram að Kínverjar noti meira vatn úr grunnvatnslónum en kemur í þau. Ástæðan er meðal annars skortur á hreinu drykkjarvatni en 80-90% af grunnvatni landsins er mengað.

Vegna loftslagsbreytinganna er úrkoman minni en áður og því kemur minna vatn inn í grunnvatnslónin.

Í Shanghai er grunnvatnsnotkunin svo mikil að borgin sígur nú um 5 sentimetra á ári að því er segir í annarri rannsókn vísindamann við University of Rhode Island.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn