fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Pressan

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Pressan
Föstudaginn 3. maí 2024 04:06

HIV veirur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur ný tegund andlitsmeðferðar notið vaxandi vinsælda. Á ensku nefnist hún „Vampire Facial“ (Vampíru andlitsmeðferð). Í henni felst yfirleitt að blóð er tekið úr handlegg sjúklingsins og því makað á andlitið.

En áður en blóðinu er makað á andlitið eru göt stungin á húðina með litlum nálum. Þetta er gert til  þess að húðin geti drukkið blóðið í sig.

En nú liggur ljóst fyrir að þessi óvenjulega aðferð, sem varð mjög þekkt eftir að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian fórnaði handlegg og andliti fyrir hana, getur ógnað heilsu fólks alvarlega.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC segir í nýrri skýrslu að að minnst þrjár bandarískar konur hafi smitast af HIV eftir að hafa farið í „Vampíru andlitsmeðferð“ á sömu snyrtistofunni.

Þetta er í fyrsta sinn sem staðfest hefur verið að veira hafi borist með fegrunaraðgerð af þessu tagi.

CDC skýrir ekki frá nafni snyrtistofunnar en samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla þá var leyfislausri snyrtistofu í Nýju Mexíkó lokað 2018 og að það sé stofan.

Vampírumeðferðin er andlitslyfting án þess að gripið sé til skurðaðgerðar. Aðferðin er sögð örva framleiðslu kollagens í húðinni en það endurnýjar húðina og vinnur gegn allt frá örum eftir bólur til tjóns af völdum sólarinnar.

En engar vísindalegar sannanir hafa komið fram um að meðferðin hafi þau áhrif sem hún er sögð hafa á öldrunarmerki.

CBS News segir að heilbrigðisyfirvöldum hafi verið bent á fyrrnefnda snyrtistofu og að þar gætu smit borist á milli með blóði. Meðal annars fannst ómerkt rör með blóði á eldhúsborði á snyrtistofunni.

Annað rör fannst geymt innan um mat í ísskáp.

CDC segir í skýrslunni að svo virðist sem tækjabúnaður, sem á að nota einu sinni, hafi verið notaður aftur og aftur, þar á meðal sprautur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum

Stakk vinkonu sína 500 sinnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt