fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Kjúklingur og kókaín

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

55 ára ástralskur karlmaður er í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa smyglað 120 kílóum af kókaíni frá Melbourne til Sydney. Hann er sagður hafa falið kókaínið í kössum með frosnum kjúklingum í.

Ástralska lögreglan skýrði frá þessu í morgun og segir að þetta hafi átt sér stað 2022 en ekki kemur fram hvað varð til þess að hann var handtekinn núna.

Dpa segir að kjúklingarnir hafi verið í kössum, sem voru pakkaðir inn í plast, og auk kjúklinganna hafi kókaín verið í þeim.

Refsingin fyrir brot af þessu tagi getur verið allt að ævilangt fangelsi.

En maðurinn er einnig grunaður um aðild að öðru stóru máli sem er til rannsóknar. Það snýst um peningaþvætti. Hann og samstarfsmaður hans eru grunaðir um að hafa þvættað sem nemur rúmlega 400 milljónum íslenskra króna. Það gerðu þeir árið 2022.

Refsiramminn í því máli er allt að 25 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm