fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?

Pressan
Sunnudaginn 5. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú ert niðurdregin(n) og hefur ekki tíma til að beita hefðbundnum aðferðum til að hressa þig við, þá geturðu fylgt hinu klassíska ráði að gera þér upp bros til að reyna að plata sjálfa(n) þig til að vera hamingjusamari.

En getur það að gera sér upp bros virkilega hresst mann við?

Marie Cross, aðjúnkt í lífhegðun við Penn State University, sagði í samtali við Live Science að þessi spurning hafi lengi verið umdeild meðal vísindamanna. Á síðustu árum hafi rannsóknir, að hennar mati, sýnt fram á að svarið sé nokkuð ljóst – Það að þvinga sig til að brosa geti bætt skapið, að minnsta kosti þegar það er gert í rannsóknarstofum.

Í grein, sem birtist í Psycholigical Bulletin 2019, kemur fram að það að brosa og hlæja getur ekki aðeins aukið hamingjuna heldur einnig búið hana til.

„Þetta er eins og munurinn á að brosa þegar horft er á ljósmynd af hvolpi og að brosa að auðum vegg,“ sagði Nicholas Coles, aðalhöfundur rannsóknarinnar.  Hann sagði að svo virðist sem bros geti ekki aðeins aukið á hamingjuna, heldur einnig gert fólk hamingjusamt við aðstæður þar sem er í raun engin ástæða til að vera hamingjusamur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins