fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsk yfirvöld hafa hvatt þegna sína til að ferðast ekki til Svíþjóðar vegna Eurovision-söngvakeppninnar sem er handan við hornið. Óttast er að hryðjuverkamenn kunni að láta til skarar skríða vegna þátttöku Ísraelsmanna í keppninni.

Fyrra undanúrslitakvöldið fer fram næstkomandi þriðjudag og það síðasta á fimmtudag. Sjálft úrslitakvöldið verður svo laugardaginn 11. maí.

Þátttaka Ísraels í keppninni hefur valdið þó nokkrum titringi enda hefur stríðsástand ríkt á Gaza frá því í október þar sem þúsundir manna hafa látist.

ISIS-K, einskonar undirhópur ISIS-samtakanna alræmdu, hafa látið á sér kræla í Evrópu að undanförnu en tæpir tveir mánuðir eru síðan tveir liðsmenn samtakanna voru handteknir í Þýskalandi vegna gruns um að leggja á ráðin um hryðjuverk í Svíþjóð.

Búið er að skipuleggja mótmæli í Malmö, þar sem keppnin fer fram, sama dag og framlag Ísraels verður flutt næstkomandi fimmtudag. Þá er einnig búið að skipuleggja mótmæli þegar úrslitakvöldið fer fram.

Ísraelsk yfirvöld hvetja ísraelska þegna til að halda sig fjarri tónleikahöllinni í Malmö vegna upplýsinga sem sagðar eru byggðar á traustum grunni um hættu á yfirvofandi hryðjuverki. Hvetja þau þegna sína sem fara til Svíþjóðarl að sækja sérstakt app þar sem varað verður við yfirvofandi eða yfirstandandi árásum. Þetta sama app hefur verið notað til að vara fólk við flugskeytaárásum sem beinast að Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm