fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Les farsíminn hugsanir þínar?

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú upplifað að auglýsing um ákveðinn hlut birtist á samfélagsmiðlasíðu þinni skömmu eftir að þú talaðir um hann? Þetta er eitthvað sem sumir hafa lent í og undrast mjög og hafa að vonum velt upp þeirri spurningu hvort samfélagsmiðlafyrirtækinn hlusti virkilega á það sem fram fer nærri farsímunum okkar.

Norska ríkisútvarpið fjallaði nýlega um þetta og ræddi við Ingrid-Alice Bløtekjær, sem vinnur við að gera öpp fyrir farsíma, og Hege Svendsen, forstjóra samtaka þeirra sem starfa í norskum tölvuiðnaði, um þetta og lagði nokkrar spurningar fyrir þau.

Hversu vel þekkir farsíminn minn mig? – Farsíminn þinn þekkir þig ansi vel í gegnum öppin sem þú notar og þær upplýsingar sem þú sendir frá þér. Til dæmis getur farsíminn „skilið“ hvað þér líkar við, hvar þú ert, hverju þú leitar að á Internetinu, hvern þú talar við, hvernig heilsufar þitt er og hvað þú notar peninga í.

Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu? – „Nei, sem hönnuður appa, þá eru miklar hömlur á hvað ég má gera með gögnin. Og þú getur sjálf(ur) haft áhrif á hvaða gögnum þú deilir með því að nýta þá stillingarmöguleika sem eru í boði og með því hvernig þú notar öppin,“ sagði Bløtekjær.

„Já, það er áhyggjuefni hversu miklum upplýsingum farsíminn safnar um okkur. Þrátt fyrir að við getum sjálf haft áhrif á hvaða gögnum við deilum, þá krefst það kunnáttu og yfirsýnar sem ekki allir símanotendur hafa,“ sagði Svendsen.

Getur farsíminn hlustað á mig eða tekið myndir án þess að ég viti af því? – Já, það getur hann. Svendsen sagði að einhver geti notað farsímann þinn til að taka myndir af þér ef þeir ná stjórn á símanum þínum.

En ef enginn utanaðkomandi hefur tekið yfir stjórnina á símanum þínum, þá hangir þetta saman með hvaða heimildir þú hefur gefið öppunum sem þú notar.

Bløtekjær sagði að þau öpp, sem notandinn hefur heimilað að taka upp hljóð eða myndir, geti gert það meðan appið er í notkun en þau taka ekki upp hljóð og mynd þegar þau eru ekki í notkun.

Af hverju sé ég auglýsingar tengdar samtölum sem ég er nýbúin(n) að eiga? – Það er af því að algóritmarnir sjá að þú er líkamlega eða stafrænt nærri einhverjum sem hefur áhuga á einhverju. Þeir gefa sér að þú gætir haft áhuga á þessu sama.

Ef þú hefur rætt við vin þinn um úr án þess að hafa sjálf(ur) leitað að upplýsingum um úr á Internetinu þá er ekki útilokað að vinur þinn hafi gert það. Staðsetningargögn símans  sýna einnig að þú hafi verið nærri úraverslun. Þess utan eruð þið á svipuðum aldri, af sama kyni eða búið í sama bæn. Þú ert tengd(ur) þessum aðila á Internetinu og þar með getur algóritminn gefið sér að þið hafi svipuð áhugamál sagði Bløtekjær.

„Eins og við fengum auglýsingar í dagblöðum áður, þá elta auglýsingarnar okkur út frá þeim sporum sem við skiljum eftir okkur á Internetinu,“ sagði Svendsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm