fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Níkótín rafrettur eru eitt besta verkfærið til að hjálpa fólki að hætta að reykja

Pressan
Sunnudaginn 24. september 2023 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikótín rafrettur og lyf sem heita varenicline og cytisine eru bestu hjálpartækin þegar kemur að því að hjálpa fólki að hætta að reykja.

Þetta er niðurstaða nýrrar greiningar á rúmlega 300 rannsóknum sem rúmlega 150.000 fullorðnir reykingamenn tóku þátt í. Niðurstöðurnar benda til að rafrettur, sem innihalda nikótín, og fyrrnefnd lyf komi reykingafólki best að gagni þegar það hættir að reykja í að minnsta kosti sex mánuði.

Höfundar nýju greiningarinnar, sem var birt nýlega í Cochrane Database of Systematic Reviews, vonast til að niðurstöðurnar varpi betra ljósi á áhrif og gagnsemi þessara tækja við að hjálpa fólki að hætta að reykja.

Jamie Hartmann-Boyce, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að niðurstöðurnar sanni áhrif rafretta og blandaðrar notkunar nikótínlyfja og rafretta við að hjálpa fólki að hætta að reykja.

Greiningin leiddi í ljós að, að meðaltali, ná 14 af hverjum 100 reykingamönnum, sem reyna að hætta að reykja, að hætta að reykja í sex mánuði hið minnsta ef þeir nota rafrettur eða fyrrgreind lyf. Þegar fólk notar engin hjálpartæki ná 6 af hverjum 100 að hætta í sex mánuði hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm