Þetta er niðurstaða nýrrar greiningar á rúmlega 300 rannsóknum sem rúmlega 150.000 fullorðnir reykingamenn tóku þátt í. Niðurstöðurnar benda til að rafrettur, sem innihalda nikótín, og fyrrnefnd lyf komi reykingafólki best að gagni þegar það hættir að reykja í að minnsta kosti sex mánuði.
Höfundar nýju greiningarinnar, sem var birt nýlega í Cochrane Database of Systematic Reviews, vonast til að niðurstöðurnar varpi betra ljósi á áhrif og gagnsemi þessara tækja við að hjálpa fólki að hætta að reykja.
Jamie Hartmann-Boyce, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að niðurstöðurnar sanni áhrif rafretta og blandaðrar notkunar nikótínlyfja og rafretta við að hjálpa fólki að hætta að reykja.
Greiningin leiddi í ljós að, að meðaltali, ná 14 af hverjum 100 reykingamönnum, sem reyna að hætta að reykja, að hætta að reykja í sex mánuði hið minnsta ef þeir nota rafrettur eða fyrrgreind lyf. Þegar fólk notar engin hjálpartæki ná 6 af hverjum 100 að hætta í sex mánuði hið minnsta.