fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

Flug MH370 – Flugmaðurinn einn á lífi og flaug vélinni klukkustundum saman

Pressan
Mánudaginn 18. september 2023 04:01

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flug MH370, frá Malaysia Airlines, hvarf árið 2014 þegar vélin var á leið frá Malasíu til Kína. Um borð voru 239 farþegar og áhafnarmeðlimir. Smávegis brak úr flugvélinni hefur fundist en enn er ekki vitað hvar hún hrapaði eða af hverju.

Christine Negroni, höfundur bókarinnar „The Crash DetectivesInvestigatin the World´s Most Mysterious Air Disasters“, setti nýlega fram þá kenningu að loftþrýstingur í vélinni hafi fallið skyndilega og orðið nær öllum um borð að bana. Hún telur að flugstjórinn, Zaharie Ahmad Shah, hafi verið í pásu þegar þetta gerðist og því ekki í flugstjórnarklefanum. Þar hafi flugmaðurinn Fariq Abdul Hamid verið einn.

Hún segir að súrefnisskorturinn hafi orðið öllu að bana á innan við 15 mínútum en Hamid hafi verið einangraður frá verstu áhrifunum þar sem hann sat í flugstjórnarklefanum. The Mirror skýrir frá þessu.

Samkvæmt kenningu Negroni þá hafi súrefnisskorturinn orðið til þess að Hamid hafi tekið undarlegar ákvarðanir þegar hann reyndi að bjarga flugvélinni. Að lokum hafi hann ekki getað gert neitt til að koma í veg fyrir að vélin lækkaði flugið ofan í sjóinn. Margir sérfræðingar telja að vélin hafi lent í Indlandshafi.

Negroni telur að loftþrýstingurinn hafi fallið eftir 38 mínútna flug en þá misstu flugumferðarstjórar samband við vélina vegna rafmagnsbilunar í henni. Hún segir að þegar vélin lenti í sjónum hafi allir um borð verið látnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bláleita fjölskyldan vakti undrun lækna

Bláleita fjölskyldan vakti undrun lækna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmungar hjá keisaramörgæsum

Hörmungar hjá keisaramörgæsum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Löggumyndirnar af fræga fólkinu – Kynlíf, eiturlyf og umferðarlagabrot

Löggumyndirnar af fræga fólkinu – Kynlíf, eiturlyf og umferðarlagabrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanlegur níðingsskapur krókódílasérfræðingsins – Nágrannar stíga fram og afhjúpa hvað varð um eiginkonuna

Ólýsanlegur níðingsskapur krókódílasérfræðingsins – Nágrannar stíga fram og afhjúpa hvað varð um eiginkonuna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona og 8 ára dóttir hennar myrtar í Noregi – Mikil leit að morðingjanum eða morðingjunum

Kona og 8 ára dóttir hennar myrtar í Noregi – Mikil leit að morðingjanum eða morðingjunum