fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

Stríð sænskra glæpagengja hefur rofið ósýnileg landamæri – Nú eru það fjölskyldumeðlimir sem eru skotmörkin

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 17. mars 2023 07:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk glæpagengi hafa tekist á af mikill hörku árum saman en þau berjast um yfirráðin á fíkniefnamarkaðinum. Tugir hafa verið skotnir til bana á hverju ári síðustu árin og er Svíþjóð það Evrópuríki þar sem flestir eru myrtir með skotvopni árlega. Nú hefur stríð glæpagengjanna tekið nýja og óhugnanlega stefnu því þau eru farin að beina sjónum sínum að ættingjum meðlima annarra glæpagengja.

Í undirheimunum eru venjulega óskrifaðar reglur en í Svíþjóð bendir ýmislegt til að glæpagengin séu farin að horfa fram hjá sumum af þessum reglum. Ein þeirra er að fjölskyldur meðlima óvinaglæpagengja séu látnar í friði.

Nýlega var maður á sextugsaldri skotinn til bana á heimili sínu í Tullinge, sem er sunnan við Stokkhólm. Expressen segir að hugsanlega hafi verið um hefndarmorð að ræða því sonur hans tengist glæpagengi.

Faðirinn var með hreint sakavottort og var í „venjulegri vinnu“ að sögn Aftonbladet. Hann var sem sagt ekki meðlimur glæpagengis.

En lögreglan hafði lýst eftir syni hans, hinum 25 ára Adem Sarihan, kvöldið áður vegna gruns um að hann tengdist morðtilraun í Uppsala í janúar. Þá var um 20 skotum skotið á einbýlishús. Enginn meiddist en inni í húsinu voru margir ættingjar þekkts leiðtoga glæpagengis.

Expressen segir að lögreglan vinni út frá þeirri kenningu að morðið á föður Sarihan hafi verið hefnd fyrir árásina í Uppsala. Auga fyrir auga, ættingi fyrir ættingja.

Lise Tamm, saksóknari og fyrrum yfirmaður þeirrar deildar ríkislögreglunnar sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sagði í samtali við Expressen að þróunin sé áhyggjuefni. „Þegar þú nærð ekki til óvina þinna, þá ræðust á ættingja þeirra. Þetta er hræðilegt. Þetta eru mafíuaðferðir,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Söluturnar reyndust selja Viagra og morfín

Söluturnar reyndust selja Viagra og morfín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klámstjarna með 24 cm getnaðarlim útskýrir muninn á kynlífi heima og í vinnunni

Klámstjarna með 24 cm getnaðarlim útskýrir muninn á kynlífi heima og í vinnunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?