fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Pressan

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum

Pressan
Sunnudaginn 3. desember 2023 17:30

Garden Grove í Kaliforníu/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðimenn og safnarar frá Mexíkó fluttu til Kaliforníu fyrir um 5.200 árum og breiddu hugsanlega út framandi tungumál frá suðri á þessu svæði. Ef svo var, þá gerðist það tæplega 1.000 árum fyrr en áður var talið.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Niðurstöðurnar eru þvert á hugmyndirnar um það sem er þekkt sem Uto-Aztekan tungumálin en í þeim hópi eru tungumál Azteka, Nahuatl, Hopi og Shoshoni. Þessar hugmyndir ganga út á að þessi tungumál hafi borist norður á bóginn með innflytjendum frá Mexíkó sem hafi að auki haft með sér tæknikunnáttu varðandi maísrækt.

Live Science hefur eftir Nathan Nakatsuka, aðalhöfundi rannsóknarinnar, að þessi uppgötvun sé mjög mikilvæg til að öðlast skilning á flutningi Azteka og annarra þjóða norður á bóginn.

Niðurstaða rannsóknarinnar byggist á rannsóknum á tönnum og beinum úr 79 einstaklingum. Þau fundust við fornleifauppgröft í mið- og suðurhluta Kaliforníu. Þessar leifar eru 7.400 til 200 ára gamlar. Einnig var notast við DNA-sýni úr líkamsleifum 40 manns, sem fundust í norðvestur og miðhluta norðurhluta Mexíkó. Þessar líkamsleifar eru 2.900 til 500 ára gamlar.

Með því að bera erfðamengi saman fundu vísindamennirnir sannanir fyrir að fólksstraumur hafi verið frá norðurhluta Mexíkó til Kaliforníu fyrir um 5.200 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu
Pressan
Í gær

Skyndilega hóstaði hún – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Skyndilega hóstaði hún – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rebecca hvarf fyrir fimm árum – Þessi ljósmynd hefur vakið grunsemdir lögreglunnar

Rebecca hvarf fyrir fimm árum – Þessi ljósmynd hefur vakið grunsemdir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svaf við hlið rotnandi líks bróður síns árum saman í „Hryllingshúsinu“

Svaf við hlið rotnandi líks bróður síns árum saman í „Hryllingshúsinu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn handtekinn vegna morðs á Grænlandi

Einn handtekinn vegna morðs á Grænlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 10.000 hluta úr fólki á landareign hans – Lögreglan er enn að bera kennsl á fórnarlömbin

Fundu 10.000 hluta úr fólki á landareign hans – Lögreglan er enn að bera kennsl á fórnarlömbin