Fyrir um 2.000 árum var einhver að þrífa brunninn góða en þá réðu Rómverjar ríkjum á þessu svæði. Sandalinn hefur runnið af fæti þess sem var að hreinsa brunninn og væntanlega hefur viðkomandi ekki dottið í hug að 2.000 árum síðar myndi hann finnast og þar að auki í mjög góðu standi.
Sandalinn var grafinn í leðju um 3 metra undir yfirborðinu að sögn El País sem segir að vísindamennirnir hafi heillast mjög af hinu góða handverki og hversu mikil natni hefur verið lögð í hin minnstu smáatriði. Sólinn er til dæmis skreyttur litlum hringjum og öðrum mótífum og er úr dökk brúnu leðri.
Það var leðjan sem gerði að verkum að sandalinn hefur varðveist svona vel en sjaldgæft er að hlutir hafi varðveist vel á þessu svæði og á það sérstaklega við um hluti úr lífrænum efnum á borð við leður.