fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Maðurinn að baki sjónvarpsþáttunum um Dexter – Með um hundrað líf á samviskunni en myrti aðeins glæpamenn og er nú samfélagsmiðlastjarna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 27. janúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pedro Rodrigues Filho er hinn raunverulegi Dexter, raðmorðinginn sem aðeins myrðir glæpamenn.

Pedro var höfundi bókarinnar, sem hinir gríðarlega vinsælu þættir byggja á, innblástur að hinum vinalega raðmorðingja sem sjónvarpsáhorfendur hreinlega elskuðu.

Sem kannski gerir hann að viðkunnanlegri raðmorðingja en við almennt eigum að venjast.

Eða hvað?

Fullkomlega siðblindur

Pedro Rodrigues Filho hefur 70 til 100 mannslíf á samviskunni, þar af myrti hann 10 manns áður en hann náði 18 ára aldri.

Pedro er lýst sem ágætis náunga af mörgum en einn af þeim sálfræðingum sem rannsökuðu hann sagði hann fullkomlega siðblindan að öllu leiti. Pedro leitað uppi glæpmenn til að myrða svo og alla þá sem hann taldi hafa gert eitthvað hlut sinn eða ástvina.

Pedro var ekki einu sinni kominn í heiminn þegar að mótlæti lífs hans hófst.

Hann kom í heiminn árið 1954 í Minas Gerais í Brasilíu með stórskaddaða höfuðkúpu eftir þær skelfilegu barsmíðar sem móðir hans varð fyrir á meðgöngu af hendi föður hans.

Morð á morð ofan

Pedro var aðeins fjórtán ára þegar hann framdi fyrsta morðið. Síðar sagði hann að reyndar hefði hann dreymt um að myrða einhvern frá því hann var barn.

Fyrsta fórnarlambið var aðstoðabæjarstjórinn. Sá hafði nýlega rekið föður Pedro úr vinnu sem öryggisvörð í skóla og sakað hann um að stela mat frá skólanum.

Pedro skaut hann til bana fyrir framan ráðhúsið.

Nokkrum dögum síðar myrti Pedro samstarfsmann föður síns úr skólanum, þann er stal víst matnum í raun og sann.

Pedro hafði ekki farið í felur með morðin og flúði hann til höfuðborgarinnar, Sao Paulo.

Þar myrti hann fíkniefnasala nokkurn sem hann taldi hafa selt börnum eiturlyf. En að mestu stundaði hann innbrot.

Ástin

Og svo varð Pedro ástfanginn.

Hún hét Maria Aparecida Olympia og Pedro dýrkaði hana. Og Maria dáði Pedro.

Parið hóf fljótlega búskap en hamingja unga parsins varð ekki langlíf því glæpagengi myrti Mariu í hefndarskyni fyrir morð hans á fíknefnasalanum.

Pedro var frávita af sorg. Hann elti upp meðlimi gengisins, hvern á fætur öðrum, pyntaði og myrti.

Pedro var í hefndarhug og myrti meðlimi glæpagengisins einn af öðrum.

Eftir að hafa svo að segja útrýmt genginu sem myrti ástina hans sneri hans sér að öðrum sem hann taldi hafa sært sig og skaðað um ævina.

Át hjartað úr föður sínum

Reiði hans beindist næst að manni sem hann bæði elskaði og hataði. Mann sem hann hafði meira að segja myrt fyrir. þrátt fyrir að hafa óbeit á honum.

Föður sinn.

En faðir hans hafði gert hið ófyrirgefanlega. Hann hafði myrt móður Pedro með sveðju og var aðkoman skelfileg.

Pedro lagði því leið sína í fangelsið þar sem faðir hans var vistaður og tókst honum að stinga hann til bana. Nánar tiltekið stakk hann föður sinn 22 sinnum.

Ekki nóg með það, hann reif hjartað úr föður sínum, stakk upp í sig og át part af því. Restinni spýtti hann út úr sér.

Svo tók hann á rás.

Myrti í lögreglubíl

Pedro var handtekinn í maí 1973. Þrátt fyrir skrautlegan feril var hann aðeins 19 ára gamall.

Honum var stungið inn í aftursæti lögreglubíls etftir handtökuna og lá leiðin á lögreglustöð. Ásamt Pedro í bílnum voru tveir aðrir glæpamenn, þar af var annar nauðgari.

Þegar komið var að lögreglustöðinni reyndist Pedro hafa myrt kynferðisbrotamanninn. Með lögregluna í framsætinu sem tók ekki eftir neinu.

Pedro var dæmdur til fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hófst þá nýr og fjörlegur kafli í lífi hans.

Fangelsið var nefnilega fullt af glæpamönnum, akkúrat fólkinu sem Pedro hataði mest.

Pedro var eins og minkur hænsnakofa og myrti 47 fanga, svo vitað sé, en hugsanlega eru þeir mun fleiri. Pedro einbeitti sér að því að myrða þá er höfðu framið glæpi sem að hans mati voru sérstaklega viðbjóðslegir.

Öll fórnarlömb Pedro voru kynferðisglæpamenn, morðingjar og barnaníðingar.

Í viðtali sem tekið var síðar við Pedro sagðist hann fá mikla ánægju út úr því að myrða glæpamenn. Hann sagði uppáhaldsaðferð sína við morðin vera að stinga og skera fórnarlömbin með beittum kuta til að láta þá þjást sem mest.

Frá glæpamanni í samfélagsmiðlastjörnu

Pedro fékk upphaflega dóm upp á 128 ár sem var hækkaður upp í 400 ár eftir öll fangelsismorðin, ekki það að það skipti Pedro nokkru máli.

Slíkt telst einstakt í Brasilíu þar sem hámarksrefsing er 30 ár.

Pedro sat 33 ár í fangelsi. Hann fékk frelsið árið 2007 og hóf störf við umönnun fatlaðra og aldraðra. Sennilega eru þeir ekki stífir á því í Brasilíu að kalla eftir sakaskrám þegar ráðið er í slík störf.

Árið 2011 var Pedro handtekinn eftir að gefin var út ákæra fyrir fleiri brot sem Pedro framdi meðan á fangelsisdvölinni stóð, þar á meðal uppþot og frelsisviptingu.

Pedro Rodrigues Filho var sleppt árið 2018 vegna fyrirmyndarhegðunar.

Pedro steig fram opinberlega og tilkynnti brasilísku þjóðinni að hann væri sestur í helgan stein.

Lofaði hann að myrða ekki sálu framar, sama hversu mikið illmenni væri um að ræða. Nema ef viðkomandi réðist að fjölskyldu hans. Þá yrði fjandinn laus.

Pedro Rodrigues Filho lifir nú öllu rólegra lífi en áður. Hann er með YouTube rás þar sem fær til sín gesti og segir frá sínu daglega lífi í sátt við guð og menn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf