Nýlega fundu fornleifafræðingar fimm steinstyttur, brjóstmyndir, í innsiglaðri námu á suðurhluta Spánar. Videnskab skýrir frá þessu og segir að tvær styttur hafi sýnt kvenguði með eyrnarlokka. Tartessofólkið hafði góð tök á gullsmíði og eru eyrnalokkarnir merki um það.
Hinar þrjár stytturnar voru ekki heilar en vísindamenn telja að ein af þeim sýni hermann með hjálm.
Þessi uppgövtun hefur vakið mikla athygli því hún veitir loks innsýn í hvernig Tartessosfólkið leit út.
Erika López, talskona spænska rannsóknarráðsins, sagði í fréttatilkynningu að þessi fornleifafundur gjörbreyti skilningi okkar á Tartessosfólkinu.