fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Pressan

Hörmuleg tíðindi af Idaho-fjöldamorðsmálinu – Móðir eins fórnarlambsins handtekin

Pressan
Mánudaginn 13. mars 2023 22:00

Madison Mogen, Kaylee Goncalves, Ethan Chapin og Xana Kernodle voru myrt aðfaranótt 13. nóvember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottaleg morð á fjórum stúdentum við Idaho háskólann í nóvember vöktu mikla athygli, ekki aðeins í Bandaríkjunum, heldur um allan heim. Stúdentarnir, þrjár konur og einn karl, voru stungin til bana þar sem þau sváfu í húsi, sem þau leigðu, í bænum Moscow.

Nú eru nýjar vendingar í málinu því móðir Xana Kernodle, sem var eitt fórnarlambanna, var nýlega handtekin. Hún er grunuð um að hafa verið með fíkniefni í fórum sínum. Hún heitir Cara Northington.

Mirror segir að hún hafi lengi barist við fíkniefnadjöfulinn og hafi náð að halda sér frá honum en svo virðist sem hún hafi fallið í kjölfar þess að hún missti dóttur sína í nóvember.

Mirror segir að henni sé haldið í fangaklefa þar sem eina afþreyingin sé sjónvarpsrás þar sem daglega sé fjallað um morðið á stúdentunum.

Cara Northington. Mynd:Kootenai County Sheriffs Office

 

 

 

 

 

Er Northington sögð illa farin af fíkniefnaneyslu og að andlát dóttur hennar hafi einnig farið mjög illa með hana.

Kernodle var myrt, þar sem hún svaf í herbergi sínum, ásamt unnusta sínum, Ethan Chapin. Auk þeirra voru þær Kaylee Goncalves og Madison Mogen myrtar. Þær voru 21 árs en Kernodle og Chapin voru tvítug.

Þann 30. desember handtók lögreglan Bryan Kohberger. Hann er 28 ára. Telur lögreglan að hann hafi fylgst lengi með fórnarlömbunum áður en hann lét til skara skríða um miðja nótt og stakk þau til bana. Ekki er vitað af hverju hann myrti þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar
Pressan
Í gær

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint