fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Svíakonungur er ósáttur við ákvörðun þingsins – „Þetta er hræðilegt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 07:05

Carl XVI Gustaf konungur Svíþjóðar. Mynd/Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sonur minn, Carl Philip, fæddist og skyndilega var öllu breytt svo hann missti allt, það finnst mér undarlegt.“

Þetta segir Carl Gustaf, Svíakonungur, í nýrri heimildarmynd, Sveriges sista kungar, sem verður sýnd í Sænska ríkissjónvarpinu á sunnudaginn.

Það sem hann á við með þessum ummælum er að skömmu eftir fæðingu Carl Philip var sænsku stjórnarskránni breytt á þá vegu að elsta barn þjóðhöfðingjans varð arftaki hans en ekki elsti sonurinn eins og áður var kveðið á um. Þetta þýddi að Carl Philip missti stöðu sína sem krónprins og eldri systir hans, Victoria, varð krónprinsessa.

„Að setja afturvirk lög er ekki skynsamlegt og það er enn þá skoðun mín,“ segir konungurinn í myndinni.

Myndin er framleidd af Sænska ríkissjónvarpinu sem segir að í henni sé konungurinn spurður um hvort honum finnist óréttlátt að sonur hans hafi færst aftar í erfðaröðinni vegna stjórnarskrárbreytinganna og svarar hann því játandi: „Já, það finnst mér. Sem foreldri finnst mér þetta hræðileg.“

Hann segir það sitt mat að breytingin hafi styrkt konungdæmið sem stofnun en hún hefði bara ekki átt að vera afturvirk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi