fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Skelfilegt mál skekur Svíþjóð – 14 ára stúlka var sögð hafa tekið eigið líf – Lögreglan trúði því ekki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 06:53

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn fannst 14 ára stúlka látin á heimili sínu í Nacka, sem er í útjaðri Stokkhólms. Í fyrstu var sagt að um sjálfsvíg hefði verið að ræða en síðan kom í ljós að svo var ekki að og telur lögreglan að um morð hafi verið að ræða.

Expressen skýrir frá þessu. Fram kemur að þegar lögreglan kom á vettvang hafi fjölskylda hennar sagt að hún hefði tekið eigið líf. En skömmu síðar handtók lögreglan móður stúlkunnar, bróðir hennar og frænku hennar. Þau eru öll grunuð um morð. Ekki er langt síðan móðirin kom til Svíþjóðar með börnin sín.

Ástæðan fyrir handtökunum var að frásagnir fólksins gengu ekki upp að mati lögreglunnar. Telur hún að fjölskyldan hafi sviðsett sjálfsvíg til að leyna því að stúlkan var myrt. Meðal þeirra upplýsinga sem lögreglan hefur aflað við rannsókn málsins er að morðið hafi verið „heiðurstengt“. Stúlkan er sögð hafa verið með vinum sínum að loknum skóladegi nýlega og það fór að sögn ekki vel í fjölskyldu hennar. Þau viðbrögð komu skólayfirvöldum ekki á óvart því þau höfðu upplifað svipuð viðbrögð áður. Í skóla stúlkurnar hafði starfsfólkið því miklar áhyggjur þegar hún mætti ekki á fimmtudaginn en fjölskyldan hennar tilkynnti hana veika. Hún fannst látin um kvöldið.

Hin handteknu hafa komið með mismunandi skýringar á atburðarásinni og einnig földu þau ýmsa muni eftir lát stúlkunnar. Þetta eru að sögn hinna handteknu munir sem þau segja að stúlkan hafi notað við sjálfsvígið og farsími hennar.

Það hefur styrkt grun lögreglunnar, um að um morð hafi verið að ræða, að niðurstöður krufningar leiddu í ljós að áverkarnir á stúlkunni pössuðu ekki við þá sögu sem fjölskylda hennar sagði um meint sjálfsvíg hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést