fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 11:00

Fjöldi ungs fólks gæti orðið fyrir heyrnartjóni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að um einn milljarður ungra einstaklinga geti orðið fyrir heyrnartapi. En góðu fréttirnar eru að það er hægt að gera eitthvað í málinu. Þetta er sem sagt ekki óumflýjanlegt.

Ef þú ert meðal þeirra sem finnst gaman að hlusta á fréttir, hlaðvarp eða spila lagalistann þinn í símanum? Ef svo er, þá ertu ein(n) af mörgum sem eru í þessum hópi.

Það er vitað að mjög margir gera þetta en vandinn í sambandi við þetta er  hversu lengi hljóðin berast úr hátölurunum og þá of hátt.

Í umfjöllun CNN um rannsóknina, sem hefur verið birt í BMJ Global Health, er haft eftir Lauren Dillard, hjá Medical University of South Carolina, að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að um einn milljarður einstaklinga á aldrinum 12 til 34 ára um allan heim eigi á hættu að verða fyrir heyrnarskaða vegna þess hvernig þeir hlusta á tónlist og fleira. Dillard vann að rannsókninni.

Hún sagði að ef hlustað sé of lengi í einu í heyrnartólum þá veiki það frumur í eyranu sem og uppbyggingu þess. Þetta geti orðið varanlegar skemmdir sem leiða til heyrnartaps eða tinnitus eða beggja í einu.

Það er þó ekki bara hægt að varpa sökinni á heyrnartól því hávaði á til dæmis tónleikum, börum og næturklúbbum getur einnig valdið skaða.

Viðunandi hávaðastig er 85 desíbel sem dreifast á 40 klukkustundir á viku. Ef fólk notar heyrnartól í 2,5 klukkustundir á dag, þá svarar það til 92 desíbela að sögn vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir hennar sannfærði heiminn um að hún væri alvarlega veik – Nú óttast vinir fjölskyldunnar að hún ráði ekki við frelsið

Móðir hennar sannfærði heiminn um að hún væri alvarlega veik – Nú óttast vinir fjölskyldunnar að hún ráði ekki við frelsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Austurríski hrottinn Josef Fritzl opnar sig upp á gátt – Segist vera „góður maður“ og „ábyrgur fjölskyldufaðir“ sem fær ástarbréf í fangelsi

Austurríski hrottinn Josef Fritzl opnar sig upp á gátt – Segist vera „góður maður“ og „ábyrgur fjölskyldufaðir“ sem fær ástarbréf í fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir