fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hrottaleg morð á vændiskonum í Róm hræða almenning – Illræmdur mafíósi handtekinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 07:05

Ítalskir lögreglumenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölum er illa brugðið eftir hrottaleg morð á þremur vændiskonum í Róm. En mörgum hefur eflaust létt við þær fréttir að lögreglan sé búinn að handtaka manninn sem hún telur að hafi myrt konurnar. Um illræmdan mafíósa er að ræða.

Lík kvennanna fundust á fimmtudaginn á tveimur stöðum ekki fjarri Péturskirkjunni. Fyrst fannst lík hinnar kólumbísku Marta Castano Torres. Hún virðist hafa verið stungin til bana í miðjum samförum með viðskiptavini.

Um 600 metra frá húsinu, þar sem Torres fannst, fundust lík tveggja kínverskra vændiskvenna. Þær höfðu einnig verið stungnar til bana. Það var húsvörðurinn í húsinu, þar sem kínversku konurnar héldu til, sem gerði lögreglunni viðvart.

Skytg24 segir að íbúi í húsinu hafi haft samband við hann og sagt að konurnar lægju naktar og lífvana fyrir framan íbúð þeirra.

Í hverfinu, þar sem morðin voru framin, er fjöldi lögfræðistofa, fallegar gamlar byggingar og glæsilegar verslanir. Þetta er sem sagt fínt hverfi, að minnsta kosti á yfirborðinu.

Venjulega eru fíkniefnaviðskipti, vændi og glæpir tengdir við önnur hverfi borgarinnar. Af þeim sökum var fólki illa brugðið þegar skýrt var frá morðunum á fimmtudaginn. Ótti greip um sig því morðinginn gekk laus og nokkuð ljóst var að hér var raðmorðingi á ferð.

Margir íbúanna, í húsunum þar sem morðin voru framin, þorðu ekki að fara út úr húsi og margir óttuðust að rekast á morðingjann.

Lögreglan setti mikinn kraft í rannsóknina og var herlögreglan meðal annars fengin til aðstoðar við rannsókn þess.

Með gögnum úr eftirlitsmyndavélum, framburði vitna og vegna símanúmera, sem fundust í farsímum fórnarlambanna, tókst lögreglunni nokkuð fljótt að hafa uppi á hinum grunaða og handtaka.

Mikilvægasta vitnið í málinu er kólumbísk vændiskona sem var með manninum á fimmtudagskvöldið. Segir hún að hann hafi játað að hafa þrjú mannslíf á samviskunni.

Á laugardaginn skýrðu ítalskir fjölmiðlar frá því að systir hins grunaða hafi gert lögreglunni viðvart eftir að hann hringdi í hana þegar hann var greinilega undir áhrifum fíkniefna. Var hann mjög ringlaður að hennar sögn. Þetta hræddi hana svo mikið að hún ákvað að hafa samband við lögregluna.

Maðurinn heitir Giandavide De Pau og er fimmtugur. Hann er ekki bara „einhver“ því hann er harðsvíraður glæpamaður sem lögreglan hefur margoft haft afskipti af og hann hefur hlotið refsidóma. Þess utan umgengst hann ekki ítalska kórdrengi, heldur mafíósa. Hann hefur starfað sem handlangari og bílstjóri Michele Senese, sem er foringi Camorramafíunnar í Napólí.

Giandavide De Pau var yfirheyrður allan laugardaginn að sögn ítalskra fjölmiðla og er hann sagður hafa sagt saksóknara að hann muni eftir heimili kínversku vændiskvennanna en síðan muni hann ekkert nema hvað hann muni eftir miklu blóði. Hann sagðist einnig hafa verið á ferð í Róm í tvo sólarhringa með blóðbletti á fötunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?