fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Stefnir manni á níræðisaldri – Segir hann hafa heimtað kynlíf allt að 10 sinnum á dag og látið hana losa sig við hundinn

Pressan
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 22:00

Mynd/Getty/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum fyrirsætan Janet Bedin hefur stefnt fyrrverandi kærasta sínum, sem er á níræðisaldri, fyrir ýmsar sakir, meðal annars fyrir meiðyrði, áreitni og ólöglegan útburð.

Meint ástarsaga þeirra er í stefnu sögð hafa hafist árið 1976 þegar Janet, þá 21 árs, byrjaði að leigja íbúð af Vito Verni, sem þá var 38 ára gamall. Hann hafi nýtt leigusambandið til að kynnast henni nánar og dregið hana á tálar.

Samband þeirra hafi svo verið sundur og saman í gegnum árin, enda var Vito giftur annarri konu.

Kona hans lést svo árið 2018 og þá hafði Vito samband við Janet og bauð henni á stefnumót. Hann hafi í kjölfarið þrýst á hana og krafist þess að hún hætti í vinnu sinni og færi að búa með honum.

Hann hafi svo krafist þess að hún væri með honum hverja stund og að hann ætti óskipta athygli hennar. Í staðinn ætlaði Vito að borga alla reikninga hennar, þar með talið fyrir reikninga vegna veiks bróður hennar, og halda henni upp í lúxus lífi þar sem þau myndi ferðast, hitta vini, fara á söfn og námskeið.

En um leið og Janet flutti inn hafi annað átt sér stað. Vito hafi verið mjög stjórnsamur og beitt hana bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann hafi líka farið fram á að hún stundaði kynlíf með honum allt að tíu sinnum á dag.

Í stefnu í málinu er því haldið fram að Vito hafi sýnt Janet myndir af trúlofunarhring og notað það til að fá hana til að fórna ferli sínum. Í stefnunni er máluð mynd af metnaðarfullri konu á framabraut sem hafi fórnað öllu eftir að Vito gabbaði hana með loforðum um ljúfa lífið – sem hann hafi svo ekki staðið við. Hún heldur því fram að hann hafi jafnvel sannfært hana um að losa sig við hundinn sinn.

Í stefnu segir: „Stefnandi átti að alfarið að vera ummönnunaraðili hans. Hann ætlaðist til þess að stefnandi væri tilbúin að fullnægja öllum hans kynlífsþörfum, vera fylgdarkona hans, þvo þvottinn hans, elda matinn hans. (Það kom á daginn að þetta þýddi kynlíf allt að tíu sinnum á dag),“

Janet fer fram á 80 milljón Bandaríkjadali í skaðabætur. Vito hefur gripið til varna í málinu. Hann heldur því fram að Janet sé að reyna að kúga út úr honum peninga. Þau hafi í raun ekki átt í ástarsambandi heldur spjallað saman nokkra daga í viku en ekkert meira. Vito segir að hann hafi í fjögur aðskilin skipti fengið nálgunarbann geng Janet og hún hafi áður reynt að fá þetta sama mál tekið fyrir hjá öðrum dómstól þar sem dómari hafi furðað sig á því að Janet væri ekki komin í fangelsi eftir fjárkúgunartilraunir hennar gegn Vito.

New York Post greinir frá. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta