Scientific American skýrir frá þessu og byggir á rannsókn um kynlíf Bandaríkjamanna sem var birt í tímaritinu Archives of Sexual Behavior.
Fram kemur að hlutfall ungra karla sem segjast ekki stunda neitt kynlíf, hvorki einir né með öðrum, hafi hækkað úr 28,8% árið 2009 í 44,2% árið 2018.
Hjá ungum konum hækkaði hlutfallið á sama tíma úr 49,5% í 74%.
Til að öðlast vitneskju um kynlíf Bandaríkjamanna sóttu vísindamenn sér upplýsingar í National Survey of Sexual Health and Behavior en í henni skýrir fólk sjálft frá hversu oft það stundar kynlíf.
Notast var við svör 4.155 manns árið 2009 og 4.547 árið 2018. Fólkið var á aldrinum 14 til 49 ára.
Ekki kemur fram í rannsókninni hvað getur skýrt þessa litlu ástund en einn vísindamannanna sagði að margar ástæður geti legið að baki. Frekari rannsókna sé þörf en hugsanlega komi aukin tölvuleikjaspilun við sögu sem og samfélagsmiðlar.