fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Pressan

Neyðarkall barst frá Tonga – Fyrstu myndirnar af hamfarasvæðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 05:01

Nomuka, ein eyja Tonga, er þakin ösku. Mynd:Nýsjálenski herinn/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neyðarkall var numið frá einni af eyjum Tonga í gær. Um er að ræða eyju sem er mjög lágt yfir sjávarmáli. Enn er lítið vitað um stöðu mála á Tonga þar sem lítið fjarskiptasamband er við eyríkið en neðansjávarkaplar skemmdust í hinu mikla sprengigosi á laugardaginn. Í kjölfar gossins reið flóðbylgja yfir eyjurnar. Staðfest hefur verið að tveir létust á eyjunum en enn hefur ekki náðst samband við margar þeirra og því ekkert vitað um stöðu mála þar.

Öskuský frá Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai eldfjallinu náðu marga kílómetra í loft upp og aska, gas og súr rigning hefur síðan herjað á stóra hluta Kyrrahafs. Í kjölfar sprengingarinnar skall 1,2 metra há flóðbylgja á Tonga. Myndirnar sem fylgja þessari frétt voru teknar úr eftirlitsflugvél nýsjálenska hersins í gær og eru fyrstu myndirnar sem berast frá Tonga eftir hamfarirnar.

Það er ekki fagurt um að lítast á Nomuka núna. Mynd:Nýsjálenski herinn/Getty

 

 

 

 

 

 

 

OCHA, sú stofnun SÞ sem samhæfir hjálparstarf, segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu mála á eyjunum Mango og Fonoi en í eftirlitsflugi yfir eyjurnar sást að mikið tjón hafði orðið þar. Ekki sást til fólks á eyjunum og ekkert samband hefur náðst við þær nema hvað neyðarsending frá Mango var numin að sögn OCHA. Um 30 manns búa á eyjunni.

Ekkert lífsmark sást á Nomuka. Mynd:Nýsjálenski herinn/Getty

 

 

 

 

 

 

 

OCHA segir að mikið tjón hafi orðið á vesturhluta Tongatapu, sem er aðaleyja ríkisins, og hafi mikið eignatjón orðið. Það gerir umheiminum erfitt fyrir að meta tjónið og þörfina á aðstoð að nær ekkert fjarskiptasamband er við eyjurnar og það geta liðið allt að tvær vikur þar til tekst að koma því á. Gervihnattasímar eru eiginlega eina samskiptatækið en þeir eru ekki 100% traustir.

OCHA segist hafa miklar áhyggjur af því að drykkjarvatn á eyjunum sé mengað sem og uppskera landsmanna. Talið er að 1-2 cm öskulag liggi yfir höfuðborginni Nuku‘alofa. Það getur mengað drykkjarvatn og gert fólki erfitt fyrir með að anda.

Horft til Tonga úr eftirlitsflugvélinni. Mynd:Nýsjálenski herinn/Getty

 

 

 

 

 

 

 

Nýja-Sjáland og Ástralía sendur eftirlitsflugvélar yfir Tonga í gær til að kanna stöðuna. Bæði ríkin undirbúa nú að senda fleiri flugvélar með neyðarbirgðir á staðinn en enn er ekki hægt að lenda á flugvellinum í Nuku‘alofa því hann er þakinn ösku. Nanaia Mahuta, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, skýrði frá þessu í gærkvöldi að sögn The Guardian.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði vitað að sár þörf sé fyrir drykkjarvatn á eyjunum. Nýsjálendingar hafa sent tvö herskip áleiðis til Tonga með vatn og aðrar nauðsynjar. Einnig hafa stjórnvöld heitið að leggja milljónir fram til viðbótar til hjálparstarfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin
Pressan
Í gær

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun um íbúprófen – Má ekki nota samhliða blóðþrýstingslyfjum

Óvænt uppgötvun um íbúprófen – Má ekki nota samhliða blóðþrýstingslyfjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingar eru forritaðir til að hunsa móður sína

Unglingar eru forritaðir til að hunsa móður sína